Sorg og gleði mætast á jólunum

Aðventan og aðdragandi jólahátíðarinnar er tími sem reynist mörgum erfiður. Þá einna helst þeim sem syrgja ástvini. Það þekkir Ína Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Sorgarmiðstöðvarinnar, vel af eigin raun. 

Ína Lóa var gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum á dögunum þar sem hún sagði frá reynslu sinni af ástvinamissi sem hún hefur unnið úr í gegnum árin og náð að öðlast jafnvægi á ný með sorgina sér við hlið. Í starfi hennar hjá Sorgarmiðstöðinni aðstoðar hún aðra við að yfirstíga sorg og gefur syrgjendum og aðstandendum bjargráð á torveldum tímum. 

„Við missum hann [Árna] í nóvember og þá er ansi stutt í jólin,“ útskýrði Ína sem gat ekki hugsað sér annað en að minnast látins eiginmanns síns og barnsföður við matarborðið á fyrstu jólunum án hans. 

„Systurnar“ sorg og gleði

„Það vantaði einn aðila sem hafði vanalega verið með okkur. Ég hafði þörf fyrir að ávarpa þetta. Mér fannst við ekki geta byrjað að borða án þess að minnast á Árna,“ sagði Ína sem þótti það gott að geta gefið sorginni rými á þessum tímapunkti.  

„Það má samt ekki gleyma því að það er líka gleði á jólunum. Við getum við sorgmædd en við getum líka verið glöð.“

Hér getur þú horft á viðtalið við Ínu Lóu í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál