Girnist ekkju bróður síns

Maðurinn girnis ekkju bróður síns.
Maðurinn girnis ekkju bróður síns.

Nýlega einhleypur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið að skiptast á kynferðislegum skilaboðum við ekkju bróður síns. Hann veltir því fyrir sér hvort þau eigi að láta staðar numið eða prófa að feta veginn til framtíðar saman. 

„Ég er karlmaður sem nálgast sextugt. Ég losnaði nýverið úr löngu ofbeldissambandi. Bróðir minn dó á síðasta ári og eftir fjölskylduviðburð reyndi ekkja hans við mig. Eftir að hafa verið óhamingjusamur lengi, elskaði ég að fá þessa athygli. Sem endaði á kynferðislegan hátt á milli okkar, en svo skildu leiðir og ég fór heim til mín og hún heim til sín í öðru landi. Eftir það höfum við skipst á kynferðislegum skilaboðum.

Hún segist hafa þráð mig í marga áratugi, en ég veit ekki hvað mér á að finnast um það. Það er augljóst að hún vill fá eitthvað meira frá mér. Þrátt fyrir að njóta þess að vera með henni, finna fyrir öryggi með henni og njóta þess að tala kynferðislega við hana, þá veit ég ekkert hvað ég á að gera næst. Hvorugt okkar hefur hugmynd um hvernig fjölskyldur okkar myndu bregðast við ef þau vissu hvað við værum búin að gera.

Fyrir utan það, þá búum við langt frá hvort öðru, svo það væri erfitt að viðhalda sambandi. Hvernig getur maður haft svona góða tilfinningu fyrir einhverju, sem á sama tíma veitir manni ranga tilfinningu og er erfitt að finna út úr?“

Ráðgjafinn svarar

Þegar kynferðisleg spenna myndast milli tveggja syrgjandi einstaklinga getur ástæðan verið að þeir vilja ekki skilja við einstaklinginn sem kvaddi nýlega. Það er ekki óalgengt að finna fyrir þessum tilfinningum, og það eykur alltaf spennuna þegar ástin er forboðin. 

Í rauninni er það svo að allt það sem þú nefnir við ástandið eykur spennustigið á milli ykkar. Ég skil að þú hefur áhyggjur af því að fjólskyldan verði ósátt, en í raunveruleikanum, hvað er það versta sem gæti gerst? Ykkur líður greinilega báðum vel saman, þó að þetta gæti orðið skammgóður vermir. Þú áttar þig á því hversu óhentugt þetta er. Passaðu þig bara að missa ekki sjónar á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál