Þurfti ekki kynlíf fyrr en hún fann eiginmanninn

Paris Hilton og Carter Reum gengu í hjónaband árið 2021.
Paris Hilton og Carter Reum gengu í hjónaband árið 2021. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton segir að hún hafi haldið að hún væir eikynhneigð (e. asexual) áður en hún kynntist eignmanni sínum Carter Reum.  

Í viðtali við Harper's Bazaar segir Hilton að hún hafi vitað að hún væri kyntákn þegar hún var yngri. Henni hafi hins vegar ekki liðið þannig. 

„Kynlíf hræddi mig eiginlega bara. Ég kallaði sjálfa mig kossaglæpóninn því ég vildi bara kyssast. Mörg sambönd gengu ekki upp hjá mér einmitt útaf því,“ sagði Hilton. 

Hilton kynntist Reum á þakkargjörðarhátíðinni árið 2019 og þá fann hún neistann. „Það var ekki fyrr en Carter kom inn í líf mitt að ég var ekki þann. Ég elska að slá mér upp með eiginmanni mínum,“ sagði Hilton. 

Paris Hilton fann að hún var ekki eikynhneigð þegar hún …
Paris Hilton fann að hún var ekki eikynhneigð þegar hún kynntist Carter Reum. AFP

Hún segir Reum hafa hjálpað sér að skilja af hverju hún fann ekki hinn eina rétta svona lengi. „Hann er ekki frægur. Hann er klár. Hann er úr góðri fjölskyldu. Hann er góð manneskja. Hann er andstæðan við allt sem ég hafði verið að leita að þegar ég var í sambandi með mönnum,“ sagði Hilton. 

Hilton og Reum gengu í hjónaband árið 2021 og eignuðust sitt fyrsta barn saman í janúar á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður. 

„Eftir að hafa gengið í gegnum helvíti, þá er ég loksins að fá það sem ég á skilið, sem er einhver sem ég get treyst og byggt framtíð með,“ sagði Hilton. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál