Hálfbróðir dótturinnar í raun faðir hennar

Hvað eiga hjón að gera þegar „hálfbróðir“ dóttur þeirra er …
Hvað eiga hjón að gera þegar „hálfbróðir“ dóttur þeirra er í raun faðir hennar, „pabbi“ hennar afi hennar og „systir“ hennar föðursystir hennar? Ljósmynd/Unsplash

Hvað eiga hjón að gera þegar „hálfbróðir“ dóttur þeirra er í raun faðir hennar, „pabbi“ hennar afi hennar og „systir“ hennar föðursystir hennar? Þau leita ráða hjá ráðgjafa Atlantic.

„Þegar ég giftist manninum mínum átti hann tvö fullorðin börn fyrir, og ég átti engin. Okkur langaði til að eignast barn saman, en maðurinn minn var búinn að láta klippa á sáðrásina eftir að seinna barn hans fæddist og það var of langt um liðið til þess að láta laga það.

Okkur langaði ekki til að fara í sæðisbanka, svo við báðum son mannsins míns um að vera sæðisgjafi. Okkur fannst það besti kosturinn. Þá myndi barn okkar deila erfðaefni með eiginmanni mínum, og við þekktum heilsufarssögu, persónuleika og greind stjúpsonar míns. Hann samþykkti að hjálpa okkur.

Núna er dóttir okkar þrítug. Hvernig eigum við að segja henni að „pabbi“ hennar er afi hennar, „bróðir“ hennar sé faðir hennar, „systir“ hennar frænka hennar og „frændi“ hennar er hálfbróðir hennar.

Okkur hjónunum kvíðir mjög fyrir að segja henni þetta. Manninum mínum líður mjög illa yfir þessu því hann vill að dóttir okkar viti að hann sé og verði alltaf pabbi hennar,“ skrifar konan. 

Ráðgjafi Atlantic er ánægður með að hjónin hafi ákveðið að segja dótturinni sannleikann en bendir á að þetta muni verða erfitt fyrir hana. Ekki bara komist hún að því að maðurinn sem hún heldur að sé bróðir hennar sé í raun blóðfaðir hennar h eldur líka að fólkið sem hún kallar foreldra sína hafi verið að halda sannleikanum frá henni í 30 ár. 

Hann segist trúa því að þau hafi ákveðið að halda þessu leyndu fyrir henni til að vernda hana frá mörgu, til dæmis ruglingi og skömm. Einnig að konan hafi verið að reyna að vernda eiginmann sinn. 

Ráðgjafinn talar einnig um að fyrir 30 árum hafi foreldrar verið hvattir til að leyna barni ef um gjafasæði var að ræða. Þá hafi það verið talið betra fyrir börnin, en að það hafi oft leitt af sér reiði og pirring. 

Fjölskylduleyndarmál sem þessi geta haft mikil áhrif á fjölskylduna og í raun sé líklegt að allir í fjölskyldunni hafi á einhvern hátt fundið fyrir þessu. Þar með talinn stjúpsonur konunnar, faðir dótturinnar. Þó allir hafi ekki verið meðvitaðir um leyndarmálið þá finni fólk fyrir því að eitthvað sé ósagt. 

Með þetta í huga ráðleggur hann þeim hjónum að hugsa vel hvernig þau hefji samræðurnar. Hann segir að best sé að setja staðreyndirnar blákalt fram og gefa strax upp ástæðurnar af hverju hjónin ákváðu í fyrsta lagi að fara þessa leið. 

Síðan að biðjast afsökunar og axla fulla ábyrgð á því að hafa ekki sagt henni sannleikann í byrjun. Ekki búa til afsakanir eða að biðja hana um að sýna þeim skilning.

Ráðgjafinn mælir einnig með að öll sem vita nú þegar sannleikann fái að vita að nú viti hún sannleikann. Ennfremur mælir hann líka með að þau fari í ráðgjöf, annað hvort með dóttur sinni eða hvert í sínu lagi. Þannig náist besta útkoman fyrir alla. 

Hann minnir að lokum á að þegar sannleikurinn kemur í ljós verði lífið mun léttara og einfaldara í öllu. Sama hversu illa samtalið gæti farið.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál