Hversu lengi ætti kynlíf að endast?

Ljósmynd/Unsplash/We-Vibe Toys

Það geta ýmsar spurningar vaknað sem tengjast kynlífi. Sumum þykir þó óþægilegt að spyrja spurninganna undir fjögur augu og leita því ráða á netinu. Þá er mikilvægt að styðjast við áreiðanlegar vefsíður sem byggja ráðleggingar sínar á rannsóknum og ritrýndum vísindagreinum. 

Vefur Psychology Today tók saman nokkrar algengar spurningar um kynlíf og svaraði á fróðlegan máta, en það ættu flestir að geta lært eitthvað nýtt eða rifjað upp með því að lesa yfir listann. 

Af hverju stundar fólk kynlíf?

„Fólk stundar kynlíf af ýmsum ástæðum. Niðurstöður úr nýlegum umfangsmiklum rannsóknum leiddu í ljós 13 megin ástæður fyrir kynlífi, allt frá spennulosun, ánægju til barnseigna og leitar að nýrri reynslu.“

Hversu mikið kynlíf er eðlilegt að stunda?

„The General Social-spurningarkönnunin hefur fylgst með kynlífi í Bandaríkjunum síðan á áttunda áratugnum. Þar kemur í ljós að hjón stunda að meðaltali kynlíf 58 sinnum á ári. Pör á tvítugsaldri stunda kynlíf að meðaltali 111 sinnum á ári, en sú tala lækkar um 20% með hverjum áratug sem líður.“

Hversu lengi ætti kynlíf að endast?

„Þetta er algengasta spurningin sem kynlífsmeðferðaraðilar fá. Rannsóknir sýna að kynlíf endist oftast í þrjár til fimm mínútur. Í könnunum greinir fólk frá því að ein eða tvær mínútur sé of stutt og að tíu mínútur eða meira sé of langur tími. 

Hins vegar segja meðferðaraðilar eina rétta svarið vera að kynlíf eigi að endast jafn lengi og báðir aðilar hafa gaman af því.“

Ljósmynd/Unsplash

Er kynlíf gott fyrir þig?

„Sumar rannsóknir benda til þess að tíðara kynlíf geti lengt ævina. Kynlíf er líka góð hreyfing, sem gagnast heilsunni. Þá bætir kynlíf einnig ónæmiskerfið og losar um streitu.“

Væri fólk hamingjusamara ef það stundaði meira kynlíf?

„Ekki endilega. Rannsóknir sýna að þegar það kemur að kynlífi þá skipti gæðin meira máli en tíðnin.“

Er fyrsta kynlífsreynsla fólks yfirleitt jákvæð eða neikvæð?

„Það að stunda kynlíf í fyrsta skipti er mikilvægur áfangi fyrir marga. Rannsóknir á kynferðislegri frumraun fólks hafa leitt í ljós bæði tilfinningalegan ávinning og áhættu.“

Þarf fólk að stunda kynlíf?

„Fólk þarf ekki að stunda kynlíf og margir segja að þeir eigi ánægjulegt líf með litlu sem engu kynlífi. Rannsóknir sýna hins vegar að virkt, ánægjulegra kynlíf tengist bæði jákvæðara viðhorfi og því að upplifa meiri tilgang í lífinu.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál