Aprílspá Siggu Kling er hér!!!

Hvernig verður aprílmánuðuður? Muntu algerlega deyja úr leiðindum í samkomubanninu eða muntu snúa vörn í sókn og gera það besta í stöðunni? Spákonan Sigga Kling leiðir þig í allan sannleikann um það hvernig apríl verður hjá stjörnumerkjunum tólf. 

Elsku Hrúturinn minn,

lífið er á ótrúlegum hraða, þó að þér finnist að það mætti ganga betur, en það er samt að sýna þér meiri kraft og fleiri möguleika og hugmyndirnar verða óteljandi.

Þegar á að stoppa svona týpu eins og þig, eða þegar þú stoppar þig sjálfur og kyrrir niður orkuna þína, þá ertu aldrei eins eldklár og smitar út frá þér þessari tíðni og færð aðra með þér inn í þennan kraft.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

þú sérð það sem þú vilt sjá og ert með þrjósku þinni búið að vera að einblína á eitthvað sem er hálfgerð blekking, en þar sem þú getur verið svo staðfast í trúnni þá heldur þú áfram að trúa lengur en aðrir, svo núna líturðu til hliðar og sérð lífið í öðruvísi litum.

Ef þú hefur verið andlaus, veikur eða slappur er eins og þú finnir óútskýrða lækningu og kannski varst það bara þú sem settir kraftaverkið í gang, eða hjálpaði orka Alheimsins að gera þetta? Það skiptir ekki máli því trúin þín verður sterkari en nokkru sinni áður.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Tvíburinn minn,

það hafa alveg komið tímabil þar sem þér finnst að þú sért að verða vitlaus og það hafa verið heilmiklar sveiflur í tilfinningum og skapi þínu. En allur þessi tilfinningaskali sýnir þér að þú sért sprelllifandi því hver einasti dagur mun færa þér eitthvað betra, skerpa vonina, milda pirringinn og magna upp gleðina í þér.

Það eru aðeins nokkrir dagar frá því að þessi spá birtist þangað til að þú sérð ljósið í myrkrinu og þetta ljós er svo sannarlega sólin sjálf.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

það er mikið á þig lagt og í öllu því sýnir þú þau viðbrögð að vera sterkari og sterkari og þú verður einhverskonar stálkrabbi, það verður ekkert hægt að hnika þér né stíga á þig. Þú skiptir um skoðanir eins og vindurinn og gleymir kvíðanum, stressinu og spennunni eða nýtir allar þessar tilfinningar til að verða vitrari og sterkari.

Þú átt eftir að taka stór skref á næstunni, sýna hugdirfsku, brjóta boð og bönn sem eiga að vera brotin ef þarf og þú hrindir ótrúlegustu hindrunum niður og tekur ákvarðanir sem eiga eftir að hafa áhrif á þig og svo marga aðra og þú eflist bara við hverja vindhviðu og nærð að komast upp á það fjall sem þú ert að klífa, sigurinn er staðfastur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt,

í augnablikinu er eins og þú hafir lagst niður, sért að virða fyrir þér lífið og tilveruna og skoða hvaða afstöðu þú ætlar að taka. Það er alveg 100% að þú mátt ekki fresta því sem þú þarft að gera svo þú skalt drífa þig áfram núna og endurskapa þig í þeirri mynd sem þú vilt vera í.

Þótt þú viljir vera svo einstakt ertu bara stór hluti af afskaplega stórri heild sem er kölluð mannkynið. Þú hefur mikla þörf fyrir að vera í skipulagi og þolir ekki rusl og drasl og að sjálfsögðu finnurðu leið til að endurskipuleggja umhverfi þitt og sjálft þig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín,

í þér býr svo mikill hjúkrunarmaður eða læknir, fyrst verðurðu fokvond yfir því að ekki sé skipulag á einu né neinu en þá finnur þú leið til að lappa upp á skipulagið og það er eins og þú byrjir að rúlla litlum snjóbolta sem svo verður ógnarstór.

Í þessari sérstöku tíð áttu eftir að njóta þín og þú finnur þig í því að hafa góð og jákvæð áhrif alveg eins og fyrir stuttu varstu alveg foxill og langaði að henda snjóbolta í einhvern en núna skiptir sköpum það sem þú ert að gera því í þessu öllu saman er lausnin varðandi hamingjuna fólgin.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

sál þín er að eflast og orka móðurinnar er allt í kringum þig, svo þú tekur að þér allskonar, jafnvel fólk sem á bágt, eða verkefni sem þú þarft alls ekki að gera en þig langar að sýna móðurlegt eðli þitt.

Það er fullt tungl í þessu dásamlega merki hinn 8. apríl og í kringum það tímabil sem er núna eflist næmi þitt á hina minnstu hluti, orka þín róast og þú útbreiðir faðminn þinn eins og mamman gerir þegar börnin hennar koma heim.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

lífið er búið að vera á svo miklum hraða, en þú átt eftir að sjá hvað í raun og veru hefur hægst mikið um. Þú verður beðinn um marga greiða en veist ekki alveg hvort þú getur orðið við því en sýndu eins mikla góðsemi og hægt er því það er lykillinn að því að lífið muni redda þér og þínum. Þú getur og munt koma þér út úr þeirri stöðu sem þér fannst þú vera kominn í og færð mikið hreyfiafl til þess að breyta, færa, laga og verður sterkari við hverja þraut sem mætir þér.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vatnsberinn minn,

þetta er akkúrat tíminn sem þú stormar beint áfram og þótt þér finnst vera öskrandi bylur og þú sjáir ekki nema rétt fram fyrir fæturna á þér þá áttu bara eftir að sjá og finna þú ert kominn fram úr þínum björtustu vonum og lífið er líka að senda þér öðruvísi lítil verkefni sem þú elskar að taka þátt í.

Hugur þinn og tindrandi útgeislun eru þínir bestu kostir og þegar þú hefur náð tökum á því að geta talað frjálslega og leikið þér með orðaforðann, þá finnurðu fyrst hvers þú ert megnugur. Hugmyndir þínar þjóta eins hratt og geimskip svo það er mikilvægt fyrir þig að segja fólki frá þeim í stað þess að reyna alltaf að redda öllu sjálfur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku sterka Steingeitin mín,

það er aldeilis búið að vera magnað lífið þitt síðustu mánuði. Mikið búið að vera að gerast í öllu og alls staðar. Í hjarta þínu hefur þú elst aðeins og þroskast. Þú leyfir lífinu að flæða án þess að reyna að stoppa og stjórna þér. Þó að þú vitir manna best hvað er rétt og hvað er rangt, þá er það svo fallegt þegar þú sleppir tökunum og sérð hvað þú ert flott, góð og drífandi.

Okkar helstu stríðsmenn hafa verið Steingeitur því þið hafið herkænskuna og sjáið núna að það sem þið hafið verið að byggja upp blómstrar, verður fallegt og fegurra með hverjum deginum. Svo sjáið þið líka að margt visnar og fer, en þetta er bara hreinsun sem þið getið verið þakklát fyrir.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

þó að þér finnist þú kannski ekki alveg sigla í hlýja Golfstraumnum núna, þá er þetta bara rétt um stundarsakir að þér finnist þú þurfa að synda upp fossa og ískaldar ár.

En í þessu sérðu líka hvers þú ert megnugur og hefur miklu meiri kraft en þér hefur nokkurntímann dottið í hug þú byggir yfir. Hugmyndir þínar um að laga, redda og bjarga gætu fyllt heila bók. Svo þú tekur á rás eins og flugfiskur og hver stoppar hann? Þú eignast aðdáendur allt í kringum þig og átt eftir að elska það og gefðu ástinni rými og leyfi til að anda því þá blómstrar hún í öllum litum alheimsins.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú ert að fara inn í svo merkilegt tímabil þar sem þú þarft að taka skýrar ákvarðanir, en skýrar ákvarðanir eru ekki á gráum svæðum og alls ekkert kannski eða seinna. Svo það er bara já eða nei og þetta mun losa þig undan þeirri krísu hugarins sem hefur verið að pína þig. Þú hefur það efni í þér að geta verið svo afdráttarlaus og skýr og ert búinn að láta svo marga vita hvað þig langar til að gera, en núna er akkúrat tíminn til að framkvæma.

Þú ert að skipta um ham og tekur ákvarðanir á færibandi og hugsar hvað gerðist eiginlega og hvaðan fékk ég þennan kraft til að standa með mér? Ekkert vera að spá í það því hann er bara þarna þessi dásamlegi kraftur sem losar þig úr viðjum þess að standa ekki með þér.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

mbl.is