Sporðdrekinn: Skilyrðislaust ást umkringir þig

Elsku Sporðdrekinn minn,

það eru merkilegir þættir í þínum höndum á þessum mánuðum. Þú þarft svolítið að „feika það til að meika það“. Ekki láta sjá of mikið á þér ef þér líkar ekki ástandið eða hluturinn, því þá gæti hann versnað. Farðu bara í gegnum storminn, því þessi hann er bara kominn til þess að hreinsa til.

Í vinnu gætu verið uppsagnir eða breytingar í kortunum. Í félagslífi eða hjá vinum gætu verið átök og að ekki séu allir sammála í fjölskyldunni. Það er aldrei ofsagt að stundum er betra að þegja en að segja, þótt að þú vitir upp á hár hvernig á að tækla flestallt. Svo slepptu því algjörlega að búa til einhver leikrit í kringum ástina eða þann frama sem þig langar að fá. Orðið frami er þó svo víðtækt orð sem táknar aldrei það sama hjá neinum.

Ég er ekki viss hvort það tengist þér eða annarri manneskju að það vantar einhvern heiðarleika og að sýna að þú sért sannur í því sem þú ert að gera. Annars rekurðu tánna í og fellur, en það er betra að klára málin fallega þá fellur ekki neinn.

Þú virðist vera að fá alls konar, færð upp í hendurnar gjafir, eitthvað sem þig vantaði og ef þú ert að leita til að breyta, þá dettur það einnig upp í hendurnar á þér. Núna gætir þú sett heimsmet í þreki og þrótti en getur líka valið þér leti og leiðinlegheit, gjörðu svo vel.

Það verður skilyrðislaus ást í kringum þig og leyfðu sálinni þinni að umvefja það, þá verður engin þjáning. Þú hreinsar huga þinn og finnur leiðir til þess að afstressa þig og taka burt gamlan og nýjan sársauka. Sjórinn gefur þér kraft og tengingin við hann gefur þér kraft, eflir orkustöðvarnar þínar (chakras). Svo til þess að fá ekki þreytuköst og heilaþoku verður þú að skoða vel og vandlega hvað þú borðar. Þú færð ofurkraft ef þú gætir haldið það út að fasta, þetta er þinn tími.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál