Krabbinn: Lífið er að velja þig

Elsku Krabbinn minn,

styrkur þinn felst í tjáningu, þú ert beintengdur við almættið. Ef þér finnst þú hafir gengið á vegg, þá biðurðu bara alheimsvitundina um svar og það kemur skömmu síðar.

Vertu ákveðinn og öruggur og gerðu það sem þig langar til, ekki endilega það sem aðrir vilja þú gerir. Því að þegar þú setur traustið á þína vitund leyfirðu huganum að fleyta þér til stranda sem aðrir geta ekki einu sinni látið sig dreyma um. Þetta þýðir að leyfa ímyndunaraflinu að flæða óhindrað og þar sem þú hefur þann eiginleika að geta séð fram í tímann þá er mikilvægt að fylgja þessum boðum og að láta sig bara vaða. Það er ekki alltaf þannig að þú þurfir á því að halda að þetta eða hitt gerist, heldur verður svo margt eins og töfrum líkast og þú verður sko aldeilis töfrandi.

Það eru þó nokkrir sem skreyta þetta merki sem finna ekki kraftinn til að ferðast eða að gera eitthvað skemmtilegt, ekki einu sinni í huganum. Ef það ert þú, þá ertu í fjötrum sem þú hefur sjálfur spunnið þig í vegna aðstæðna eða út af öðru fólki. Það er allt hægt, en ekkert gerist ef þú leyfir þessu að halda svona áfram og breytir engu.

Engill ástarinnar er að skjóta örvum til þín, en þú þarft bara að átta þig eða að líta til allra átta, því að lífið er að velja þig, svo taktu í höndina á því.

Ef þig dreymir sérstaka drauma þessa fyrstu helgi í maí, þá skal ég lesa úr þeim fyrir þig ef þú vilt og það er einfalt að finna mig, ég er nefnilega í símaskránni.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda