Krabbinn: Spennandi hlutir að mæta lífssögunni

Elsku Krabbinn minn,

þú ert búinn að vera að hugsa fram og tilbaka. Þú ert búinn að fara í djúpa og dásemdardali. Þér finnst það hafi verið ókyrrð í kringum þig og er það vegna þess að það er ókyrrð í afstöðu himintunglanna. Það eina sem er alveg á hreinu og þú þarft að gera, er að halda áfram sama hvað. Þó að þú hafir ekki orku til þess, þá segirðu bara við þig orðin um hvað þú þarft að gera og gefur þér engan afslátt af því.

Þú ert að spekúlera afhverju þú hefur verið þreyttur. Við skulum kalla þetta andleysi og hugarþreytu sem hefur svo mikil áhrif á líkamann. En það er ekki svo langt í að þú sjáir að allt er bjart og þú skalt taka þá orku til þín strax og það er bjartsýni.

Því að hvort sem þú heldur að þú getir eitthvað eða getir það ekki, þá hefur þú rétt fyrir þér. Svo það er þitt að ákveða hvora leiðina þú velur.

Ég er sífellt að tala um það að ég sé svo gleymin, ég muni ekki hvað þessi eða hinn heitir, hvað ég átti að gera eða hvert ég á að fara. En þegar ég segi þetta er ég að prógramma þessa ofurtölvu sem við höfum öll, svo ég held áfram að vera gleymnari og gleymnari. Nú hef ég snúið þessari orku við og ég minni lífsorkuna mína á og prógrammera tölvuna mína á að ég man það sem ég þarf að gera, hvern ég þarf að hitta og hvert ég þarf að fara - ótrúlegur viðsnúningur það.

Þetta er hægt að gera með nákvæmlega allt sem þú hugsar eða það sem þú segir, svo taktu vel eftir því hvernig þú hugsar og talar. Það eru virkilega spennandi hlutir að mæta þér í lífssögunni, hugsaðu um hvað þú vilt að mæti þér og settu góð orð á undan því sem þú vilt að komi til þín.

Eins og til dæmis hvað það væri dásamlegt að hafa ástina hjá mér eða það væri frábært ég kæmist þangað sem ég vil fara. Þú ert á svo góðri orkutíðni til þess að skipta um afstöðu á því sem þú vilt að gerist og hvernig. Orkuskiptin eru sérstaklega í kringum 16 apríl svo núna er tíminn til að hita upp fyrir þetta dásamlega líf.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál