Aprílspá Siggu Kling er lent!

Sigga Kling hefur rýnt í stjörnunar fyrir aprílmánuð og er alveg ljóst að himnarnir eru að opnast. Það er að birta til, veðurfarslega og í lífinu almennt. Meyjan mun eiga í ýmsum samningaviðræðum á meðan breytingar eru af hinu góða fyrir Vatnsberann. Spennandi hlutir eru að eiga sér stað í kringum Krabbann og Ljónið er kraftmeira en það heldur. Fiskurinn er í bílstjórasætinu og verður að velja leiðina sem hann vill fara í lífinu sjálfur. Sigga Kling hefur skoðað hvert einasta stjörnumerki í þaula og hægt er að lesa spá hennar í heild sinni hér að neðan. 

Elsku Vogin mín,

eins og þú veist best sjálf er lausn á öllu. Þú hefur velt svo mikið fyrir þér hvar lausnin á því sem þú þarft að leysa sé. Þér eru boðaðir fleiri en einn möguleiki, en þú átt það svo mikið til að einblína á aðeins einn veg til réttra hluta. Og þá gerist það að þú frýst í huganum sem er brain freeze á ensku og þá missirðu máttinn til að leysa gátuna.

Það eru vissir erfiðleikar í sólkerfinu okkar fram til fimmta apríl. Það er eins og Mars og Venus séu að berjast um yfirráðin og það tengir ást og stríð. Þetta er bæði tengt Alheimnum öllum og líka inn á heimilum og samböndum öllum. Þú þarft að skapa þol og einurð sem þýðir bara þolinmæði, sem ég myndi ekki segja þú hafir fengið mikið af í vöggugjöf.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Steingeitin mín,

stundum er ágætt að fagna fyrirfram. Þú ert að fara inn í tímabil sem gefur þér góða lausn í fjármálum, nýjar orku í sambandi við vinnu eða verkefni, svo það er tími til að fagna fyrirfram. Þegar þú hugsar með leiða og þunga um erfiða tíma sem þú gekkst í gegnum, þá stimplarðu inn að þig vanti meiri erfliðleika.

Í kringum miðjan mánuðinn gerist eitthvað svo magnað sem hjálpar þér og það verður hárrétt tímasetning, því allt er eins og það á að vera.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú ert að fara að skapa svo mikla gleði í kringum þig. Þú verður að vita að það er allt í lagi að skipta um skoðun og breyta þeirri leið sem þú vilt fara. Það ert þú sem átt þetta líf og þú skapar það með hugsunum þínum, orðum og gjörðum.

Þegar þú ákveður þig, þá ertu eins og heill her og enginn getur stoppað hann. Fáðu lánað álit einhvers sem þú treystir til þess að hjálpa þér ef þú þarft. Útkoma þín er að það sem þú gefur frá þér og þegar þú leggur þig allann fram í það sem þú gerir mun það margfaldast. Einlægni þín er aðalvopnið og ef það hefur verið barátta í ástinni, þá er það ekki ást.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Krabbinn minn,

þú ert búinn að vera að hugsa fram og tilbaka, ert búinn að fara í djúpa og dásemdardali. Þér finnst það hafi verið ókyrrð í kringum þig og er það vegna þess að það er ókyrrð í afstöðu himintunglanna. Það eina sem er alveg á hreinu og þú þarft að gera, er að halda áfram sama hvað. Þó að þú hafir ekki orku til þess, þá segirðu bara við þig orðin um hvað þú þarft að gera og gefur þér engan afslátt af því.

Því að hvort sem þú heldur þú getir eitthvað eða getir það ekki, þá hefur þú rétt fyrir þér, svo það er þitt að ákveða hvora leiðina þú velur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Hrúturinn minn,

þú ert að fara inn í svo merkilega tíma sem marka bæði endalok og nýja tíma. Svolítið svipað og þegar árið er búið og nýtt ár markar nýtt upphaf. Það er eins og þú skoðir afskaplega vel síðasta ár eða jafnvel fleiri og ákveðir með þér hverju þú vilt sleppa og hverju þú vilt bæta við. Þetta tímabil er að sýna og gefa þér þá hamingju sem þú verðskuldar.

Þeir sem þú virkilega elskar eru sannir þér, ekki efast um ástina, því ástin efast ekki um þig. Í þessu öllu saman leynast peningar og ef þú skoðar vel hvað þú ætlar að gera, þá gætu leynst meiri peningar en þú bjóst við.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Fiskurinn minn,

þú átt ekki að láta smáatriðinn hringla of mikið í þér þessvegna heita þau smáatriðiði. Það sem er í raun og verum mikilvægt er að þróast mikið betur þessvegna er það mikilvægt. Það er svo opin og geislandi orkan þín sem fólk í kringum þig fellur svo sannarlega fyrir. Í þessari tíðni þá bjóðast þér skemmtileg og öðruvísi verkefni, svo þú verður hissa.

Hvort þér verður boðið í áhugavert ferðalag eða að þú ferð eitthvað einn, tveir og þrír skiptir það engu því þú græðir þúsundfallt á því hvort eð er.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Nautið mitt,

það er að skila sér margfalt tilbaka hvernig þú hefur staðið að ýmsum málum og manneskjum. Dugnaður þinn og góðsemi gefur þér gott Karma og þú ert að uppskera eins og þú ert búin að sá. 

Margt smátt gerir eitt stórt og þú ferð að skilja það betur að þú getur stólað á sjálfa þig og að þú ert sterkur einstaklingur. Ekki efast í eina mínútu á þann mátt sem þú hefur, því þú hefur rutt brautina fyrir svo marga með þinni einskæru hjartagæsku. Þú þarft að hafa algjöran frið til að efla orkuna þína. Því eins mikil félagsvera og þú ert þá blundar einnig í þér hellisbúinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú þarft að gera allt sem þú getur til að láta þér líða þér vel og hressir þig við til þess að koma orkunni þinni í gang. Þú átt eftir að eiga sterka og góða kafla á næstunni og kemur því í verk og klárar það sem pirrar þig. Þú ert svo skapandi og duglegur og þolir ekki leti.

Þegar langt tekur að líða á aprílmánuð og sólin fer að hækka á lofti er eins og þú finnir þetta frelsi og fáir leyfi til þess að vera hamingjusamur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Meyjan mín,

það hefur verið margt að gerast í kringum þig og þú svo sannarlega elskar birtuna, því hún gefur þér kraft. Þú þrífst alls ekki í því að ekkert sé að gera, svo þú ert eina stjörnumerkið sem þarft svolítið að plana hvað þú þú ætlar að stökkva á og hverju þú ætlar að breyta. Ekki láta eða leyfa neinu þyrma yfir þig, byrjaðu bara þá breytist allt.

Það er mikið af samningum í kringum þig, þú þarft að semja við jafnvel fleiri en einn. Og þó þú verðir ekki 100% ánægð með það sem er að ganga í garð hjá þér, verður það samt nálægt því. Þú lendir undir slúðurmaskínunni í smá tíma. Vertu bara ánægð með það því það er merki öfundar.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Ljónið mitt,

eins dásamlegur og bjartur karakter þú ert, þá hefurðu sogast niður í nokkrar hringiður, en samt ekki haldist í kafi. Þegar þú þarft þess virkilega, þá finnurðu ofurhetjuna í þér og þú ert eina ofurhetjan sem þú getur stólað á. En kraftur þinn er þúsundfalt meiri en þú hefur nokkurntímann séð.

Mjög margir í þessu merki íhuga að framkvæma búsetuflutninga eða að gera eitthvað sem kemur á óvart í sambandi við húsnæði, land eða landflutninga. Í þessu öllu er kannski ekki mikill tími fyrir ástina.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Vatnsberinn minn,

ef þú hefur þá tilfinningu núna eða samviskubit yfir því að þú sért ekki að gera rétt, þá er það staðreynd og er rétt. Stundum þarftu bara að segja: „Já, nú er nóg komið, ég á að gera hlutina öðruvís,i“ og þá mun stoltið umlykja þig og þú ljóma eins og þú værir sjálf Sólin.

Núna á þessum sérstöku tímum sem við lifum eru möguleikarnir meiri. Það blundar í þér persóna sem langar að breyta heiminum. Svo byrjaðu á því að breyta því sem þig langar til að gera, þá stækkar sálin þín og vellíðan.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

Elsku Tvíburinn minn,

það eru svo skemmtilegar, öðruvísi og frábærar hugmyndir sem þú færð. Þú skalt skoða það þegar þú færð hugmynd að gera eitthvað í henni áður en fimm mínútur líða. Ekki hugsa endilega hvernig þú ætlar að framkvæma, því þú færð öll þau verkfæri sem þú þarft, en bara ef þú byrjar.

Þú hendir í burtu tengingum við gamlar ástir og þá er búið að myndast pláss fyrir nýja ást. Það er nefnilega ekki pláss fyrir neitt annað en það sem þú átt skilið í hjartanu þínu. Þú átt svo innilega margt inni og átt svo sannarlega gott skilið.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.

mbl.is