Ljónið: Þú býrð yfir krafti ofurhetju

Elsku Ljónið mitt,

eins dásamlegur og bjartur karakter þú ert, þá hefurðu sogast niður í nokkrar hringiður, en samt ekki haldist í kafi. Þegar þú þarft þess virkilega, þá finnurðu ofurhetjuna í þér og þú ert eina ofurhetjan sem þú getur stólað á. Kraftur þinn er þúsundfalt meiri en þú hefur nokkurn tímann séð. Þú skalt því fara fram sem öskrandi ljón og hlaupa upp á toppinn. En þegar þú leikur þann leik að stóla á aðra að gera þetta eða hitt fyrir þig, þá finnurðu ekki ofurhetjuna sem býr í sálu þinni. Þarna er ég svolítið að gefa ykkur val, því það breytist ekki neitt og þið hangið í sömu súpunni ef þið hleypið ekki ofurhetjunni út.

Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa verið í óbreytanlegu ástandi síðustu árin, því nú er kominn tími til að stökkva. Það eru svo margir sem hafa náð alveg svakalega langt á þessu ári, en líka þónokkur ljón sem hafa setið eftir. Þú verður svo stolt af þér og þeim sem þú hefur áhrif á og þú elskar að sigra og einnig að vernda þá sem næstir þér eru.

Mjög margir í þessu merki íhuga að framkvæma búsetuflutninga eða að gera eitthvað sem kemur á óvart í sambandi við húsnæði, land eða landflutninga. Í þessu öllu er kannski ekki mikill tími fyrir ástina, en þegar þú ert búin að hlaupa upp á toppinn og ert á lausu, þá færðu þann sem erog verður þér verðugur. Ef þú ert leið á því að lenda í samböndum sem gefa þér ekki neitt, alltaf sama sullið, þá skaltu athuga að það er kannski ekki best að velja þína týpu. Skoða frekar öðruvísi týpur, því hitt mun aldrei virka. Sumarið kemur og gleður bæði ástina og velferðina.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is