Sporðdrekinn: Þú hefur einstaka snilligáfu

Elsku Sporðdrekinn minn,

það er hægt að segja þú notir tímann oft til að ofhugsa málin. Ég var reyndar að lesa að það væri einkennni snillinga. En þú verður að hafa jafnvægi á milli hugsana og hvíldar, því ef þú sefur ekki þína átta tíma þá er eintómur pirringur út í allt og alla. Þessi tími sem þú ert að stíga inn í núna, skorar á þig að hafa jafnvægi í lífinu og að hafa rútínu. Það er hægt að segja að þú sért að lenda eftir viðburðaríkt sumar. 

Þú ert að læra svo mikið, hvernig þú átt að efla þig eða geta þetta eða hitt. En þegar þú finnur að það gerist ekki strax og helst í gær, þá vaknar óþolimóði Sporðdrekinn og lemur sjálfan sig niður. Þú skalt vera alveg rólegur því þá leiðréttir lífið sig sjálft.

Þú hefur töluverða spennu gagnvart því sem þú ert að gera eða ert að fara að gera og hugurinn getur angrað þig með því að segja þér stöðugt að þetta gangi ekki upp. En um 80% af hugsunum eru neikvæðar og eintómar endurtekningar. Svo lærðu að útiloka ruslið, þá verðurðu snilldarútgáfan af þér.

Þú þarft að hreyfa þig mikið og að skoða nákvæmlega hvað þú ert að borða og hvenær, því það er rútínan sem setur þig á efstu hilluna. Það er svo ógnarheit ástríða hjá þér, en hún getur líka leitað í það neikvæða og erfiða, því þú átt það til að detta í þráhyggju. 

Þú getur vikið burt öllum kvíða vegna þess að þú ert að fara inn í það tímabil sem gefur af sér svo miklu meira og betra en þér finnst jafnvel að þú eigir skilið. Í þessu öllu saman verðurðu að endurprógramma þig til þess að sjá sjálfur að þú átt miklu meira en gott skilið.

Þú þarft ekki að hafa móral yfir neinu, skammast þín fyrir nokkurn skapaðan hlut, því að þetta lífsform sem þú ert að fara í framkallar kraftaverk á líðan, betrumbætir orku og fyrir þá sem eru að leita að ástinni, þá er hún beint fyrir framan þig.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál