Dreymir um ný og flott gerviaugnhár

Dísella Lárusdóttir.
Dísella Lárusdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dísella Lárusdóttir óperusöngkona segir að góður kinnalitur töfri fram frísklegt útlit hvort sem tilefnið er hversdagslegt eða spari. Hún vann til Grammy-verðlauna fyrir ári og fékk þar lúxussnyrtivörur sem hafa reynst henni vel.

„Ég passa mig að þrífa húðina á morgnana og á kvöldin – nota oftast bara vatn, svo tóner og set síðan á mig dagkrem. Ég hef undanfarið verið að nota vörur sem mér voru gefnar þegar ég fór á Grammy-verðlaunaafhendinguna en þar fengu allir sem tilnefndir voru vörur frá Byroe sem eru næringarríkar vegan-snyrtivörur. Þetta eru geggjaðar vörur en frekar dýrar. Þegar ég klára þetta fer ég væntanlega aftur í Nivea-tóner og Olay-dag- og næturkrem,“ segir Dísella um hvernig hún hugsar um húðina.

Byroe eru gæðasnyrtivörur.
Byroe eru gæðasnyrtivörur.
Olay-dagog næturkrem er traustur vinur.
Olay-dagog næturkrem er traustur vinur.Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég set á mig litað dagkrem eða létt meik og örlítinn kinnalit fyrir ferskleika, svo smá eyeliner, maskara og gloss.“

En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Þá nota ég meira þekjandi meik og skyggi svolítið og nota þá líka ljómavöru. Svo púðra ég smá yfir og set kinnalit. Mér finnst mikilvægast að húðin líti vel út, en svo set ég á mig augnskugga, „eyeliner“ og maskara. Svo klára ég þetta með varalit – þá oftast bleikum eða rauðappelsínugulum.“

Hefur þú lært einhver góð förðunartrix úr óperunni?

„Sviðsförðun er svolítið ýkt oftast og nýtist illa til daglegra nota, en sjónvarpsförðun fyrir beint streymi hefur oft reynst lærdómsrík. Þá kannski helst að vera ekki hrædd við kinnalit – þó mikilvægt sé að fara sparlega með hann þá getur hann gefið manni mjög fersklegt útlit. Sminkurnar í mínu lífi eru allar svo yndislegar og alltaf að benda manni á einhver frábær töfrabrögð.“

Finnur þú mun á húðinni á Íslandi og til dæmis í erlendum stórborgum?

„Rútínan er reyndar eins, en jú mér finnst húðin hreinni hér heima í lok dags. Í risaborgum þar sem umferðin og mengunin er meiri en hér finnst mér húðin þurfa örlítið meiri athygli.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég set á mig maska – Lancôme Hydra Zen Jelly mask er til dæmis geggjaður.“

Dísella elskar maska frá Lancôme.
Dísella elskar maska frá Lancôme.

Hvað gerir þú til að halda hárinu fallegu og líflegu?

„Ég er með eitthvað sem heitir „Uncombable hair syndrome“. Það hljómar eins og grín en er það ekki. Ég þarf að nota mikla hárnæringu til að halda því til haga – og helst ekki nota hitagræjur eins og sléttujárn eða eitthvað slíkt. Þá reyni ég að greiða það slétt þegar það þornar eða leyfa krullunum að njóta sín og vona það besta! Ég nota líka Kérastase Serum á endana til að halda mýktinni.“

Hvaða maskara notar þú?

„Mér finnst Maybelline Colossal-maskarinn alveg geggjaður og hef notað hann í nokkur ár. Nú er komin örlítið ný útgáfa af honum, Curl Bounce, og ég er rosalega ánægð með hann.“

The Colossal Curl Bounce-maskarinn frá Maybelline.
The Colossal Curl Bounce-maskarinn frá Maybelline.

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru?

„Maybelline Lifter Gloss er æði – heldur vörunum silkimjúkum, sem er góð tilfinning. Ég er ekki hrifin af bragðinu, en læt mig hafa það.“

Gloss frá Maybelline heldur vörunum silkimjúkum.
Gloss frá Maybelline heldur vörunum silkimjúkum.

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Ég hef séð svona gerviaugnhár sem eru sett á tvöföld – en festast saman með segli milli eigin augnhára. Þetta sé ég fyrir mér að myndi spara hellingstíma þegar ég er að hafa mig til sjálf án sminku fyrir tónleika.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál