Eftirsóknarverðustu piparsveinarnir

Þessir menn eru allir í lausagangi.
Þessir menn eru allir í lausagangi.

Sumarið er tími ástarinnar og því ekki úr vegi að gefa ástarmálunum gaum. Smartland Mörtu Maríu tók saman lista yfir eftirsóknarverðustu menn landsins sem eru í lausagangi. 

Skúli Mogensen

Skúla Mogensen þarf vart að kynna en hann er forstjóri og eigandi flugfélagsins WOW air. Skúli er 47 ára gamall og á þrjú börn úr fyrra hjónabandi. Hann hefur mikinn áhuga á hjólreiðum og mun eflaust láta til sín taka í WOW Cyclothoninu nú í ár. Hann er líka mikill útivistarmaður og ákaflega mikill húmoristi sem er kostur því það er aldrei líflaust í kringum Skúla. 

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/Rax

Magnús Sigurbjörnsson

Magnús Sigurbjörnsson er sjóðheitur piparsveinn á þrítugsaldri. Hann starfar sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins og er framkvæmdastjóri Perform Group á Íslandi. Magnús er lífsglaður ungur maður, búsettur í miðbæ Reykjavíkur og hefur afar gaman af ferðalögum. 

Magnús Sigurbjörnsson.
Magnús Sigurbjörnsson.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Stjörnulögfræðinginn Vilhjálm H. Vilhjálmsson kannast eflaust margir við en hann hefur verið talsvert áberandi í umræðunni undanfarna mánuði. Það sem færri vita þó er að Vilhjálmur er á lausu. Vilhjálmur er fæddur í Reykjavík árið 1971, stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er afar hrifinn af Ítalíu og ítalskri menningu og nýtur þess að eyða frítíma sínum þar í landi.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var með 3,5 milljóna úr á forsíðu …
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var með 3,5 milljóna úr á forsíðu DV. Ljósmynd/Samsett

Þorlákur Helgi Hilmarsson

Þorlákur Helgi Hilmarsson er sjóðsstjóri Júpiter, rekstrarfélags, sem sérhæfir sig í stýringu fjármuna og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Þorlákur Helgi er 33 ára gamall og er með B.Sc.- og M.Sc.-gráðu í fjármálaverkfræði, MCF-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og einu prófi frá CFA-stofnuninni. Helstu áhugamál Þorláks eru ferðalög og íþróttir.

Þorlákur Helgi Hilmarsson.
Þorlákur Helgi Hilmarsson.

Arnór Ingvi Traustason

Arnór Ingvi Traustason er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar fyrir IFK Norrköping í Svíþjóð. Hann var valin í tuttugu og þriggja manna hóp A-landliðsins fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Samkvæmt heimildum Smartlands eru dömurnar ófáar á eftir þessum unga og efnilega knattspyrnumanni.

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.

Leifur Hreggviðsson

Leifur Hreggviðsson er 23 ára viðskiptafræðinemi sem hefur komið víða við í atvinnulífinu. Hann starfar nú í markaðsdeild Íslandsbanka en var ráðinn þangað frá lyfjasamsteypunni Veritas. Leifur er ötull kylfingur og liðtækur knattspyrnumaður. Hann útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 2013 og stýrði þar skemmtanastarfi skólans. Þá hefur Leifur einnig sinnt fyrirsætustörfum fyrir ýmsa ljósmyndara þó hann hafi kosið að skapa sér ekki starfsferil í geiranum.

Leifur Hreggviðsson.
Leifur Hreggviðsson. mbl

Aron Pálmarsson

Aron Pálmarsson er 26 ára gamall íslenskur handknattleiksmaður sem leikur nú með félaginu MKB Veszprém í Ungverjaland. Aron lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki árið 2010.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eva Björk

Snorri Engilbertsson

Snorri Engilbertsson er 34 ára gamall leikari búsettur í miðbænum. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2012 og starfar nú hjá Þjóðleikhúsinu. Þá stundaði Snorri einnig leiklistarnám við École Philippe Gaulier í París og nám í samkvæmisdönsum við Nýja dansskólann í um tíu ára skeið. Það er því um að gera að bjóða Snorra upp í dans. Snorri fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk sem frumsýnd var í vetur. 

Snorri Engilbertsson.
Snorri Engilbertsson. mbl.is/Styrmir Kári

Emmsjé Gauti

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem rapparinn Emmsjé Gauti er á lausu. Gauti Þeyr er 27 ára gamall og búsettur í miðbænum. Árið 2010 var Gauti Þeyr valinn besti rappari Íslands. Gauti Þeyr á eina dóttur úr fyrra sambandi sínu og tekur föðurhlutverkið mjög alvarlega. Gauti sló algerlega í gegn í vetur þegar hann var kynnir í Ísland Got Talent á Stöð 2 og gaf fyrri kynni, Auðunn Blöndal, ekkert eftir. Það sem fáir vita er að Gauti er fantagóður kokkur en hann nýtur sín allra best fyrir aftan eldavélina þar sem töfrarnir gerast. 

Gauti Þeyr Másson.
Gauti Þeyr Másson. facebook.com

Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnanda Brennslunnar, þarf vart að kynna. Hann er 36 ára gamall og hefur starfað hjá hinum ýmsu fjölmiðlum ásamt því að hafa látið til sína taka í boltanum. Hjörvar þykir einstaklega myndarlegur og svo hefur hann fantagóðan húmor. Hjörvar á fallegt og vel stíliserað heimili eins og áhorfendur Stöðvar 2 fengu að sjá síðasta vetur þegar Hjörvar opnaði heimili sitt í þættinum Heimsókn með Sindra Sindrasyni. 

Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.

Gylfi Þór Þorsteinsson

Flestallir sem starfa í fjölmiðlum eða hafa starfað þar þekkja Gylfa Þór. Hann þykir einn af skemmtilegustu mönnum sem hefur verið fæddur í þennan heim. Með húmorinn að vopni hefur hann laðað til sín öll heimsins ævintýri. Nú er Gylfi Þór á lausu og ef þú lesandi góður þráir meiri gleði og stuð inn í líf þitt þá gæti hann verið rétti maðurinn fyrir þig. 

Gylfi Þór Þorsteinsson.
Gylfi Þór Þorsteinsson. mbl

Valdimar Guðmundsson

Einn flottasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hann Valdimar, er á lausu. Hann hefur algerlega slegið í gegn á tónlistarsviðinu og svo segja þeir sem til þekkja að hann sé skemmtilegur og klár. Valdimar er þessa dagana Maraþonmaðurinn en hann ætlar að sýna gott fordæmi og hlaupa frá sér allt vit. Á dögunum sagði hann í viðtali við Smartland Mörtu Maríu að hann væri tilbúinn fyrir ástina. Það eru góðar fréttir fyrir kvenpeninginn. 

Valdimar Guðmundsson.
Valdimar Guðmundsson. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is