Hildur Lilliendahl lætur Sindra heyra það

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar, lætur Sindra Sindrason sjónvarpsmann heyra það. 

Forsaga málsins er sú að Sindri Sindrason tók formann Samtaka um líkamsvirðingu, Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, í viðtal í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vegna ráðstefnunnar Truflandi tilvist. Í viðtalinu segir Tara við Sindra að hann geti ekki sett sig í þeirra spor. því hann tilheyrði ekki minnihlutahópum. Sindri sagði það alrangt því hann tilheyrði nokkrum minnihlutahópum. Hann væri til dæmis samkynhneigður og ætti ættleitt barn. Og þar að auki væri hann í ástarsambandi við útlending, eða hálfútlenskan mann. 

Eins og fyrr segir tekur Hildur Lilliendahl starfsmaður Reykjavíkurborgar upp hanskann fyrir Töru Margréti.  

Sindri Sindrason.
Sindri Sindrason. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is