Slógu fyrst í gegn í Ungfrú Ísland

Tinna Alavis lenti í 2. sæti en Ragnhildur Steinunn bar …
Tinna Alavis lenti í 2. sæti en Ragnhildur Steinunn bar sigur úr býtum. Í þriðja sæti varð Regína Diljá Jónsdóttir. mbl.is/Jim Smart

Margar þjóðþekktar konur hafa stigið sín fyrstu spor í Ungfrú Ísland. Smartland tók saman lista af flottum konum sem hafa tekið þátt í Ungfrú Ísland. 

Lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vann Ungfrú Ísland árið 2005 og vann síðan Ungfrú heim í kjölfarið. Móðir hennar Unnur Steinsson vann Ungfrú Ísland árið 1983 og lenti í topp 5 í Ungfrú heimi. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona. mbl.is/Jim Smart

Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir vann Ungfrú Ísland 2003. Sama ár lenti lífstílsbloggarinn Tinna Alavis í öðru sæti. 

Fegurðargenið rennur í blóðinu.
Fegurðargenið rennur í blóðinu. mbl.is/Jón Svavarsson

Vinnustaðasálfræðingurinn Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir vann keppnina árið 2001. 

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrir miðju.
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrir miðju. mbl.is/Halldór Kolbeins

Fatahönnuðurinn Manúela Ósk Harðardóttir vann keppnina árið 2002 í eftirminnilegum kjól sem Mike Tyson gaf henni. 

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manuela Ósk Harðardóttir. mbl.is/Jón Svavarsson

Linda P., fyrrverandi eigandi Baðhússins, var kosin Ungfrú Ísland árið 1988 og í kjölfarið var hún kosin fegursta kona heims. 

Linda Pétursdóttir.
Linda Pétursdóttir. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA og eiginkona Bubba Morthens, vann titilinn fegurðardrottning Íslands árið 1995. 

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa Sigurðssonar, vann keppnina árið 2008. 

Alexandra Helga Ívarsdóttir fyrir miðju.
Alexandra Helga Ívarsdóttir fyrir miðju. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Bryndís Schram, fyrrverandi sjónvarpskona og sendiherrafrú, vann keppnina árið 1957. 

Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni. mbl.is/Freyja Gylfa

Leikkonan Sigríður Þorvaldsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland árið 1958. 

Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona ásamt dætrum sínum.
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona ásamt dætrum sínum. mbl.is/Jón Svavarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál