Komst að óléttunni á hóteli í New York

Árið 2017 var vibðurðaríkt hjá Sögu Garðarsdóttur.
Árið 2017 var vibðurðaríkt hjá Sögu Garðarsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Saga Garðarsdóttir bíður með mikilli spennu eftir áramótaskaupinu í ár enda er hún einn af handritshöfundunum. Saga sem á von á sínu fyrsta barni á næsta ári leit yfir árið sem er að líða. 

Hápunktur ársins?

Þegar ég komst að því á hótelherbergi í New York með Katrínu Halldóru vinkonu minni að Snorri sem var í Sprengjuhöllinni var búinn að barna mig.

Lápunktur ársins ársins?

Ég veit ekki af hverju, en ég er komin með þrjú rauð æðaslit í framan. Mér finnst það mjög leiðinlegt. Fólk heldur líka oft að þetta séu bólur. Ætli það sé ekki lágpunktur í hvert skipti sem ég sé þau í spegli eða fólk bendir mér á þau.

Skrýtnasta augnablikið árið 2017?

Þegar við vorum búin að skrifa og skjóta Áramótaskaup Sjónvarpsins 2017.

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

Ég ætla að skilja símann minn eftir heima og borða eitthvert Wellington-gúmmelaði með vinum og ástfólki. Svo byrjar Skaupið og þá verð ég eflaust mjög stressuð, þamba volgt vatn og lít á vini mína í leit að viðurkenningu. Svo fara allir í partí og ég reyni að vera hress líka en verð þreytt á undan öllum því ég er edrú og ólétt og enda heima að borða hrökkbrauð með miklu smjöri og horfi aftur á heimildarmyndina um Jóhönnu Sigurðardóttur á Sarpinum á Rúv og andvarpa: „Mikið er þetta ótrúleg kona”. 

Áramótaheit fyrir árið 2018?

Ég hef bara einu sinni strengt áramótaheit. Það var 1996 þegar ég lofaði sjálfri mér að hætta að bora í nefið og borða hor. Á hverju ári gleðst ég yfir staðfestu minni og lofa sjálfri mér að falla ekki.

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað 2018 en þú varst 2017?

Ég ætla kannski að þrífa ísskápinn.

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?

Snorri er alltaf að elda eitthvert góðgæti. Mitt uppáhald í ár er heimagert pasta með sveppafyllingu og salvíusmjöri. Sjálf hef ég náð að fullkomna hrökkbrauð með smjöri og osti og linsoðnu eggi.

Besta bók ársins?

Formaður húsfélagsins eftir Friðgeir Einarsson og ljóðabókin Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra eftir Halldór Laxness Halldórsson. 

Besta kvikmynd ársins?

Heimildarmyndin um Jóhönnu Sigurðardóttur, Jóhanna, hafði gífurleg áhrif á mig og svo er sænska myndin The Square frábær.

Bestu þættir ársins?

Ég er mjög hrifin af The Crown og svo auðvitað Handsmaid Tail.

Besta lag ársins?

Lagið Eyvi af plötunni Margt býr í þokunni eftir Snorra Helgason.

Heimildarmyndin Jóhanna hafði mikli áhrif á Sögu á árinu.
Heimildarmyndin Jóhanna hafði mikli áhrif á Sögu á árinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál