Gerum það sem okkur sýnist!

Heiðrún Björnsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast um þessar mundir. Hún hvetur konur til dáða og leggur sitt af mörkum til að gera sterkar og flottar konur sýnilegar á sviði tónlistar. Hér gerir hún upp árið, talar um Bono og kvenfyrirlitninguna í tónlistarheiminum.
Hvað ertu að gera um þessar mundir?
„Ég er að klára síðustu 5 lögin á plötunni minni. Hún er gerð í samstarfi við Julian Peak sem er framleiðandi. Við gáfum út hluta af plötu undir nafninu Lúlla fyrr á síðasta ári. En stefnum að því að klára næstu 5 lögin fyrir vorið. Við gáfum út plötu í september og síðan kom út nýtt lag í desember undir nafninu Love Comes Quickly.“
Hver er munurinn á iðnaðinum nú og áður?
„Hlutirnir hafa breyst svo rosalega i tónlistarbransanum. Maður ræður ferðinni í dag. Okkur gæti dottið í hug að gefa út smáskífu seinna í þessum mánuði eða þeim næsta. Án fyrirvara eða vandkvæða. Þegar maður er sjálfstæður og ekki með neinn samning við risa útgáfufyrirtæki þá hefur maður ef til vill minni pening til að koma sér á framfæri, en á móti kemur getur maður gert það sem mann langar til, gefið út þegar hentar, samið lög sem mann langar að semja o.s.frv.“
Hápunktur ársins?
„Var sennilega þegar Lúlla platan kom út og var i fyrsta sæti í 2 vikur undir dance/Nu disco a Beatport. Svo eru yfirleitt sumarfríin okkur hápunkturinn hjá okkur fjölskyldunni, en Ísland er auðvitað vinsælast og svo einnig Ibiza. Sumarferðalagið okkar fjölskyldunnar heppnaðist vel í fyrra, þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi.“ 

Hver hefur haft mestu árhrifin á þig?
„Mamma hefur haft mest áhrifin á mig á þessu ári. Hvernig hún hefur náð sér á strik eftir veikindi sín. Hvernig hún lifir lífinu í þakklæti, og tekur engu sem sjálfsögðum hlut. Hún hefur kennt mér að dagurinn er í dag.“
Áramótaheitið?
„Að hugsa vel um sjálfa mig og heilsuna. Rækta betur íslenskuna hjá börnunum mínum og bara verða betri manneskja með aldrinum á alla mögulega máta.“
 
Uppáhaldslagið mitt/lögin?
„Það var Cold little heart og líka Hringd´í mig með Friðrik Dór. Alltaf svo spennandi að sjá hvaða íslenska lag grípur mig og börnin þegar ég er heima.“
Fallegsta augnablikið?
„Þegar Ralph elsti sonur minn ( 8 ára) var valinn Nelson House Captain i skólanum sínum. Stoltið og undrunin í svipnum á honum var æðislegt að sjá. Svo varð ég bara montin sjálf fyrir hans hönd þvi það er heiður að vera valinn i þetta hlutverk.“

Uppáhaldsvefsíða?
„Net a Porter“
Mest krefjandi verkefni ársins?
„Að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs og viðhalda þeim samböndum sem maður á í, sérstaklega í tónlistinni þar sem alls konar flækjur geta komið upp.“
Þakklæti ársins?
„Ég er þakklát fyrir að allir eru við ágæta heilsu og glaðir á sínum stað. Svo fæddist ein lítil jólasnúlla núna rétt fyrir jólin. Frændsystkini nr. 10!“
 
Eitthvað að lokum?
„Ég vil óska öllum ástar og hamingju. Einnig vil ég þakka fyrir og hvetja til dáða konur í Metoo-byltingunni. Það er mikilvægt fyrir okkur konur að taka okkur pláss, þá sér í lagi því enn þá í dag er talað niður til kvenna. Eins og nýlegt dæmi þar sem Bono segir tónlistina í dag of stelpulega. Veit ekki hvernig er best að túlka það, en kannski þannig að honum finnist konur veikara kynið og að sama skapi segir hann rapp vera hina sönnu rödd tjáningar, en þar er einmitt svo algengt að textarnir fjalli um kvenfyrirlitningu. Svo í lokin vil ég segja: áfram stelpur, gerum það sem okkur sýnist!“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál