Hera sat berrössuð á malbikinu

Hera Björk Þórhallsdóttir prýðir forsíðu MAN.
Hera Björk Þórhallsdóttir prýðir forsíðu MAN.

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir er í forsíðuviðtali í febrúartölublaði MAN en þar segist hún meðal annars hafa þurft að hugsa tilveruna upp á nýtt árið 2015 þegar hún kom heim frá Chile þangað sem hún hafði flutt ásamt fjölskyldunni. Hún segist skyndilega ekki hafa verið með nein framtíðaráform og lýsir því sem að hafa „setið berrössuð á malbikinu.“

Eftir djúpa lægð tók hún sjálfsvinnuna föstum tökum og er nú komin í nýtt starf sem fasteignasali og háskólanám.

„Ég hef verið í mjög mikilli „innivinnu“ undanfarin ár og þá mest frá því vorið 2017. Þá lenti ég aftur í því að sitja berrössuð á malbikinu og þá var það alfarið heilsutengt,“ segir Hera í viðtalinu. 

„Ég fylltist vonleysi yfir því að ég næði ekki tökum á sjálfri mér, bæði andlegri og líkamlegri heilsu minni. Ég segi að þetta hafi verið gott, maður þarf að lenda á þessum vegg, leka niður eftir honum og liggja svolítið grenjandi á gólfinu. Ég sá að ég þurfti að gera draslískar breytingar á mínu lífi og fór í þá vinnu. Ég þurfti að yfirvinna fordóma til að geta tekið næstu skref sem ég og gerði. Ég tók ábyrgð á sjálfri mér, heilsu minni, andlegri og líkamlegri.“

Eins og glöggt má sjá á glæsilegri forsíðunni hefur sú vinna sannarlega skilað sér og viðurkennir Hera að fólk nefni það reglulega við hana hversu vel hún líti út og hennar svar sé alltaf á svipuðum nótum.

„Takk, ég lít svona vel út af því ég lít svo vel inn,“ og á þá við hversu miklu máli andlega vinnan hafi skipt í ferlinu öllu.

„Maður getur auðvitað tekið mataræðið í gegn og verið voða duglegur að rækta sig og hreyfa en ef maður tekur ekki til í hausnum á sér líka þá er tölfræðin hreinlega á móti manni þegar kemur að langtímaárangri.“

Hera Björk Þórhallsdóttir árið 2013.
Hera Björk Þórhallsdóttir árið 2013. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Hera Björk árið 2011.
Hera Björk árið 2011. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál