8 ráð frá Martha Stewart

Martha Stewart er sérfræðingur í barna afmælum.
Martha Stewart er sérfræðingur í barna afmælum. Pinterest.

Þegar kemur að barnaafmælum skiptir miklu máli að veitingarnar séu einfaldar og skreytingar minni á afmælisbarnið sjálft. Martha Stewart er ekki að flækja hlutina og er þekkt fyrir að bera fram klassískar uppskriftir með fallegum tilbrigðum.

Það er fátt fallegra en ljósar kökur með dóti sem barnið er hætt að leika sér með.

Leikföng til að skreyta kökurnar er góð hugmynd.
Leikföng til að skreyta kökurnar er góð hugmynd. Pinterest.

Barnaafmæli utandyra

Börn þurfa að hreyfa sig og elska ekkert meira en að vera frjáls úti að leika. Það sem þarf að huga að þegar kemur að barnaafmælum, er að setja upp leikstöðvar úti í garði, þar sem foreldrar og börn geta leikið sér saman. Einfaldir hlutir, eins og blöðrur, húllahringir, litlir boltar og sápukúlur, eru til þess gerðir að slá í gegn hjá ungu kynslóðinni.

Það er gott að geta leikið úti í barnaafmælum.
Það er gott að geta leikið úti í barnaafmælum. Pinterest.

Veldu þema

Það auðveldar mikið að velja eitt þema og halda sig við það í skreytingum. Sem dæmi er hægt að hafa Hnetubrjótinn fyrir stelpur. Skreyta með leikföngum, ballettbúningum, ballettskóm og fleira í þeim dúr. Börn eru með frábært ímyndunarafl. Ekki gleyma að nýta þér hugarheim barnsins þín þegar kemur að skreytingum. Martha Stewart mælir með að gera skriflega boðsmiða sem minna á þemað í afmælinu til að leyfa gestum að koma í anda þemans. Það er fátt fallegra en skemmtilegar myndir úr slíkum fögnuðum.

Hneturbrjóturinn sem þema.
Hneturbrjóturinn sem þema. Pinterest.

Kökur í anda leikfanga

Þegar þú skreytir kökur fyrr barnaafmæli, farðu inn í barnaherbergið og finndu kubba og fleira og hermdu eftir þeim. Fallegt er að nota litríkar skreytingar og gott að vera með sömu liti í mismunandi tónum á hverri köku. Martha Stewart mælir með því að hafa einfaldar súkkulaðikökur í öndvegi fyrir börnin eða einfaldar uppskriftir sem bæði ungir sem aldnir elska.

Ef þú sækir dót í barnaherbergið og skreytir kökurnar eins, …
Ef þú sækir dót í barnaherbergið og skreytir kökurnar eins, muntu slá í gegn. Pinterest.

Leiktu þér

Börn elska óvænta litríka hluti. Hafðu það hugfast þegar þú gerir köku hvernig hún mun líta út þegar skorið er í hana. Einfalt er að leika sér með hvítt krem og jarðarber. Börn eru hrifin af ávöxtum og við eigum að nýta okkur það í afmælum þeirra.

Girnilega kaka að hætti Stewart. Mikilvægt er að huga að …
Girnilega kaka að hætti Stewart. Mikilvægt er að huga að því hvernig kakan lítur út þegar hún er skorin. Pinterest.

Hin fullkomna súkkulaðikaka

Góð súkkulaðikaka slær alltaf í gegn í barnaafmælum. Búðu til nokkrar uppskriftir og sjáðu hverju börnin þín verða hrifnust af. Það kemur á óvart hvað þau vilja hafa hlutina einfalda, en að leika sér með uppskriftir og prófa sig áfram er nauðsynlegt þegar kemur að aðalkökunni í afmælinu.

Súkkulaði kaka að hætti Martha Stewart.
Súkkulaði kaka að hætti Martha Stewart. Pinterest.

Gerðu meira en minna

Þegar kemur að barna afmælum er aldrei hægt að fara yfir strikið að mati Martha Stewart. Þegar þú hefur blásið í blöðrurnar, bættu þá við helling af blöðrum og hengdu út um allt. Það gleður fátt börn meira en að stíga inn í ævintýraheim þar sem hinir fullorðnu hafa lagt sig fram um að gera hversdagslífið skemmtilegt. Það sem við fullorðna fólkið græðum á þessu er fallegt umhverfi fyrir myndatökur og ef vel heppnast til að gleyma okkur í leik með börnunum.

Hugsið meira en minna í skreytingum, börn elska það.
Hugsið meira en minna í skreytingum, börn elska það. Pinterest.

Veitingar á einum stað flokkaðar

Það er mikilvægt að raða upp veitingum á skipulagðan hátt fyrir barnaafmæli og að raða saman litum og flokka nammi og veitingar þannig að það myndar skemmtilega heild. Martha Stewart er sérfræðingur í þessu. Passaðu upp á að bjóða upp á hollustu og mikið af ávöxtum. Ef það lítur vel út og er raðað upp á skemmtilegan hátt þá grípa börnin þar sem grípur augað. Melónur, jarðarber og fleira er vinsælt í barnaafmælum.

Þegar að veitingar eru á einum stað þá verður fallegt …
Þegar að veitingar eru á einum stað þá verður fallegt skipulag í veislunni. Pinterest.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál