Filippía möndlaði dressið með Birgittu

Birgitta Haukdal í rosalegum samfesting sem Filippía Elísdóttir hjálpaði henni …
Birgitta Haukdal í rosalegum samfesting sem Filippía Elísdóttir hjálpaði henni að setja saman.

Hljómsveitin Írafár hélt tvenna tónleika á laugardaginn var í Hörpu en hljómsveitin hefur ekki spilað saman í 12 ár. Birgitta Haukdal söngkona Írafárs segir að þetta hafi verið magnað augnablik. 

„Tilfinningin var ólýsanleg og ég er svo full af þakklæti fyrir það að hafa fengið tækifæri til að standa á þessu stórkostlega sviði með hljómsveitinni minni, vinum mínum og fyrir allt fólkið okkar sem kom og naut kvöldsins með okkur. Án þeirra værum við ekkert. Orkan í salnum var engu lík og ég fæ ennþá hamingjustraum og brosi út að eyrum að hugsa um þetta kvöld,“ segir hún í alsælu eftir tónleikana. 

Birgitta var glæsileg á sviðinu. Filippía Elísdóttir fatahönnuður hjálpaði henni að setja saman töfrandi dress.  

„Filippía möndlaði þetta með mér. Það var pantað héðan og þaðan úr heiminum og sniðið og saumað til. Hún er algjör gullmoli hún Filippía,“ segir Birgitta. 

Elín Reynisdóttir farðaði Birgittu fyrir tónleikana.
Elín Reynisdóttir farðaði Birgittu fyrir tónleikana.
Hafdís Jónsdóttir og Jón Jónsson létu sig ekki vanta. Hér …
Hafdís Jónsdóttir og Jón Jónsson létu sig ekki vanta. Hér eru þau með Birgittu Haukdal.
Hljómsveitin tók orkuhring fyrir giggið.
Hljómsveitin tók orkuhring fyrir giggið.
Birgitta Haukdal og Benedikt Einarsson.
Birgitta Haukdal og Benedikt Einarsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál