Starfið á röntgendeildinni leiddi hana að ástinni

Auður Laxness prýðir forsíður nýjasta MAN.
Auður Laxness prýðir forsíður nýjasta MAN.

Auður heitin Laxness Sveinsdóttir prýðir forsíðu nýjasta MAN en 30. júlí næstkomandi eru eitt hundrað ár frá fæðingu hennar en hún lést árið 2012, 94 ára að aldri. Þá voru liðin 14 ár frá andláti eiginmanns hennar, Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness.

MAN birtir samanbrot úr fjölmörgum viðtölum og heimildum sem til eru um húsfreyjuna, hugsjónakonuna, móðurina, ömmuna og listakonuna Auði. 

„Fljótlega bauðst Auði það sem hún taldi að yrði framtíðarstarf sitt. Það var vinna á röntgendeild Landspítalans. Þar lærði Auður að taka myndir og annast geislameðferð og var einnig ritari yfirlæknis deildarinnar. Mánaðarlaunin voru 125 krónur og frítt fæði.

Auður tók líka stundum að sér að sendast fyrir yfirmann sinn. Ein slík sendiferð hafði meiri áhrif á líf Auðar en aðrar. Þá átti hún að fara og rukka nokkra félagsmenn um árgjald í Bálfarafélaginu svokallaða. Það var sett á stofn með því markmiði að unnt yrði að hefja líkbrennslu á Íslandi. Hún fór af stað og hlakkaði sérstaklega til að rukka einn félaga Bálfarafélagsins. Sá bjó á Laufásvegi og hét Halldór Laxness. Auður hafði þá hitt hann nokkrum mánuðum áður á Laugarvatni. Þau höfðu spjallað, spilað Lúdó og farið í göngutúr. Auður var samt enn feimin við Halldór og fékk vinkonu sína til að koma með í þennan leiðangur. Halldór var heima við þegar stúlkurnar bar að garði. Hann tók við reikningnum og sagði: „Já. – Ja, peningarnir vaxa á vorin, eins og þessi stúlka veit“ og benti á Auði því hann þekkti hana aftur frá því á Laugarvatni. „Ég var svo sem ekkert að hugsa um að hann væri frægur rithöfundur þegar okkar kynni hófust, mér fannst hann bara fyndinn og skemmtilegur maður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál