Kylie í fyrsta skipti á forsíðu Vogue

Kylie á forsíðunni.
Kylie á forsíðunni. skjáskot/Instagram

Raunveruleikaþáttastjarnan og snyrtivöruhönnuðurinn Kylie Jenner hefur landað sinni fyrstu Vogue-forsíðu. Hún prýðir forsíðu ástralska Vogue í september og er forsíðan ansi ólík forsíðu GQ, sem hún prýddi í sumar. 

Viðtalið sem fylgir forsíðunni er áhugavert fyrir þær sakir að systir hennar, Kendall Jenner, tekur það. Þar ræða þær um móðurhlutverkið, snyrtivörufyrirtækið hennar og framtíðina. 

„Ég held að líf mitt hafi ekki breyst síðan ég varð móðir. Ég held frekar að sýn mín á lífið hafi breyst. Ég hugsa meira um framtíðina. Ég lifði einn dag í einu en nú lít ég meira til framtíðarinnar. Ég held reyndar að ég elski sjálfa mig meira eftir að ég átti Stormi. Og ég held ég reyni, ég meina ég er nú þegar jákvæð manneskja, bara að hafa gaman og vera jákvæð,“ segir Kylie. 

Kylie segist hafa lært mikið af móður þeirra, Kris Jenner, um viðskiptaheiminn og eigi eftir að læra margt. Kylie stofnaði snyrtivörufyrirtækið Kylie Cosmetics árið 2015 og hefur haft mikinn hagnað af fyrirtækinu. Viðskiptatímaritið Forbes mat það svo fyrr í sumar að Kylie stefni í að verða yngsti sjálfgerði milljónamæringur í heimi á næstu mánuðum, en auðæfi hennar eru metin á 900 milljónir Bandaríkjadala. 

@vogueaustralia

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Aug 17, 2018 at 9:09am PDT

“I knew that it would be better for us, if me and Stormi just stayed kind of low-key. Your hormones are going crazy and your emotions are more heightened, and I just felt like I wasn’t prepared to … I just knew that it would be better for me, and I could enjoy the whole experience if I did it privately,” @kyliejenner tells her sister @kendalljenner of choosing to keep her first pregnancy with daughter Stormi Webster out of the public eye. “I just felt like it was a sacred special moment and I wasn’t ready to share it with everybody. I just wanted to keep that to myself.” Inside our September issue, on sale Monday, August 27, Jenner discusses life with her new family, her billion-dollar beauty business and dealing with insecurities. Tap the link in the bio to read the full cover interview now. Photographed by @jackie_nickerson, styled by @christinecentenera, Vogue Australia, September 2018.

A post shared by Vogue Australia (@vogueaustralia) on Aug 18, 2018 at 5:18pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál