„Ég fíla Gísla Martein í botn“

Björg Magnúsdóttir.
Björg Magnúsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég hef auðvitað fylgst með Gísla Marteini eins og þjóðin öll á síðustu árum í sjónvarpinu og í pólitíkinni. Ég vil taka það sérstaklega fram að ég tilheyri þeim helmingi landsmanna sem fílar hann í botn! Við fengum svo loks tækifæri til þess að vinna fyrir alvöru saman í Söngvakeppninni og Eurovision síðasta vetur og fíluðum svo hvort annað að okkur þótti það góð hugmynd að byrja saman með útvarpsþátt,“ segir Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, en hún og Gísli Marteinn Baldursson verða á Rás 2 í vetur á laugardagmorgnum í þættinum Morgunkaffið.

„Við erum af sitthvorri kynslóðinni, hann er trylltur á Twitter en ég kann varla að skrá mig inn á samfélagsmiðla, hann á hund og er svona prinsipptýpa sem hatar bílastæði og þannig. Ég horfi á bílastæði og einkabíla með aðeins opnari hug og mun ekki kaupa mér gæludýr á þessu ári alla vega. Það er þó miklu meira sem við eigum sameiginlegt, við erum samstíga í því að vera áhugasöm um skemmtilegt fólk, samræðulistina og gott kaffi,“ segir Björg. 

Hvernig laugardagsmorgun-týpa ert þú?

„Mér finnst ferlega gaman að „vakna hægt“ um helgar, ef hægt er að orða það þannig. Taka langan tíma til þess að hella upp á kaffi, lesa blöðin og vera lengi fram eftir degi á náttfötunum. Allra best er auðvitað ef ég get sameinað þetta með góðum vinum eða fjölskyldu.“

Hvað færðu þér í morgunmat um helgar?

„Ég er í smá átaki núna með nokkrum brjálæðingum úr vinnunni sem kenna sig við ketó. Er þess vegna að reyna að koma mér í þann gír að borða prótein og fitu en ekki eingöngu kolvetni. Áður en þetta ketó-rugl byrjaði hefði ég alltaf sagt nýbakað, ristað brauð með smjörva, feitum osti og jarðarberjasultu. Og auðvitað nóg af kaffi, maður!“

Björg er hér ásamt Þórunni Ernu Clausen og Ara í …
Björg er hér ásamt Þórunni Ernu Clausen og Ara í Söngvakeppninni. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál