„Ég fíla Gísla Martein í botn“

Björg Magnúsdóttir.
Björg Magnúsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég hef auðvitað fylgst með Gísla Marteini eins og þjóðin öll á síðustu árum í sjónvarpinu og í pólitíkinni. Ég vil taka það sérstaklega fram að ég tilheyri þeim helmingi landsmanna sem fílar hann í botn! Við fengum svo loks tækifæri til þess að vinna fyrir alvöru saman í Söngvakeppninni og Eurovision síðasta vetur og fíluðum svo hvort annað að okkur þótti það góð hugmynd að byrja saman með útvarpsþátt,“ segir Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, en hún og Gísli Marteinn Baldursson verða á Rás 2 í vetur á laugardagmorgnum í þættinum Morgunkaffið.

„Við erum af sitthvorri kynslóðinni, hann er trylltur á Twitter en ég kann varla að skrá mig inn á samfélagsmiðla, hann á hund og er svona prinsipptýpa sem hatar bílastæði og þannig. Ég horfi á bílastæði og einkabíla með aðeins opnari hug og mun ekki kaupa mér gæludýr á þessu ári alla vega. Það er þó miklu meira sem við eigum sameiginlegt, við erum samstíga í því að vera áhugasöm um skemmtilegt fólk, samræðulistina og gott kaffi,“ segir Björg. 

Hvernig laugardagsmorgun-týpa ert þú?

„Mér finnst ferlega gaman að „vakna hægt“ um helgar, ef hægt er að orða það þannig. Taka langan tíma til þess að hella upp á kaffi, lesa blöðin og vera lengi fram eftir degi á náttfötunum. Allra best er auðvitað ef ég get sameinað þetta með góðum vinum eða fjölskyldu.“

Hvað færðu þér í morgunmat um helgar?

„Ég er í smá átaki núna með nokkrum brjálæðingum úr vinnunni sem kenna sig við ketó. Er þess vegna að reyna að koma mér í þann gír að borða prótein og fitu en ekki eingöngu kolvetni. Áður en þetta ketó-rugl byrjaði hefði ég alltaf sagt nýbakað, ristað brauð með smjörva, feitum osti og jarðarberjasultu. Og auðvitað nóg af kaffi, maður!“

Björg er hér ásamt Þórunni Ernu Clausen og Ara í ...
Björg er hér ásamt Þórunni Ernu Clausen og Ara í Söngvakeppninni. mbl.is/Eggert
mbl.is

Biggest Loser-þjálfari genginn út

23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í gær „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í gær Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í gær Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í gær Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í gær „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í gær Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »
Meira píla