Fólk er miklu opnara í dag

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Vikunnar.
Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Vikunnar.

Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar, fagnar 80 ára afmæli tímaritsins með 80 síðna afmælisblaði sem kemur út í dag. Þeir sem þekkja Steingerði vita að hún er hamhleypa til verka og á tímabili lagði hún alltaf kapal í tölvunni sinni þegar hún var búin með verkefni vikunnar löngu á undan öllum öðrum.

„Síðastliðin fimm ár hef ég verið ritstjóri Vikunnar en ég byrjaði í blaðamennsku á Þjóðviljanum árið 1989 svo ferillinn er orðinn ansi langur. Ég skrifaði fyrst fyrir Vikuna árið 1994 en var þá lausapenni. Sigríður Arnardóttir hafði samband við mig árið 1998 og bauð mér vinnu en hún var þá ritstjóri blaðsins og ég starfaði á Vikunni til ársins 2006 en tók þá að mér ritstjórn tímaritsins hann/hún. Ég var svo blaðamaður á Gestgjafanum þegar mér bauðst að taka við ritstjórn árið 2013 og hef verið hér síðan,“ segir Steingerður, spurð um ferilinn.

Hvernig hefur fjölmiðlaheimurinn þróast á þessum árum?

„Ja, ef ég á að taka frá byrjun ferilsins þá hefur margt breyst gífurlega. Fyrstu greinarnar mínar skrifaði ég á ritvél og skilaði inn en mjög fljótlega komu tölvurnar. Ég man líka þegar allar myndir voru teknar á filmu og blaðamaður lá með lúpu á ljósaborði að velja úr tökunni. Við fórum einnig alltaf út í bæ til að taka viðtöl og stundum hitti maður viðmælandann oftar en einu sinni. Nú er margt unnið beint í gegnum tölvuna eða síma og minna um að þessi nánu persónulegu tengsl myndist milli blaðamanns og viðmælanda.“

Steingerður segir að fólk hafi líka breyst og í dag sé fólk miklu opnara og miklu meira til í viðtöl en áður.

„Stærsta breytingin á starfi blaðamannsins er áreiðanlega sú hversu miklu opnara fólk er orðið og tilbúnara að koma í viðtöl. Þegar ég byrjaði þurfti stundum að ganga mikið á eftir fólki til að fá það í viðtal og margir lögðu blátt bann við að þeir væru spurðir persónulegra spurninga. Nú hafa menn og konur hins vegar samband við okkur og vilja koma sögu sinni á framfæri. Margvísleg mál voru sveipuð mikilli þögn, m.a. ofbeldi, samkynhneigð, margir sjúkdómar og sjálfsvíg. Önnur voru óskaplega viðkvæm og erfitt að fá einhvern til að tala um þau.“

Hamhleypa til verka

Ég hef heyrt sögur af því að þú afkastir meira en venjulegt þykir og að þú hafir oft og tíðum eytt restinni af vinnudeginum í að leggja kapal því þú varst alltaf búin með öll verkefni löngu áður en allir hinir. Er þetta rétt?

„Já, ég hef alltaf verið mjög fljót að skrifa og átt auðvelt með að tjá mig á prenti. Ég var þess vegna iðulega búin með vikuleg verkefni mín fyrir skiladag og ef ég nennti ekki að byrja á einhverju eða var hugmyndasnauð fannst mér gott að slaka á og leggja kapal í tölvunni. Það var ekki vel séð af yfirmönnum og ég fékk ávítur en allt jafnaði það sig nú. Ég játa það að enn í dag finnst mér þægilegt undirbúa næstu grein með því að fara í smástund í tölvuleik. Þá gerjast eitthvað í undirmeðvitundinni á meðan.“

Hvaða leik spilar þú?

„Pet Rescue.“

Hver er galdurinn við að halda alltaf sjó í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi?

„Að vera sveigjanlegur og hafa gaman af fólki. Ég er illa haldin af atvinnusjúkdómnum forvitni og hef einfaldlega áhuga á fólki. Mér finnst alltaf jafnspennandi og forvitnilegt að kynnast því hverjar eru helstu ástríður og áhugamál manna, hvernig þeir takast á við vandamál og hvernig þeir sjá lífið. Mér finnst maður geta svo mikið lært af þessu og hef ekki tölu á hve oft ég hef hitt frábærar manneskjur sem hafa veitt mér innblástur og opnað mér nýja sýn á mín eigin viðbrögð og verkefni. Það er það besta,“ segir hún.

Þegar Steingerður er spurð að því hvernig stjórnandi hún sé á hún erfitt með að svara.

„Ég veit að minnsta kosti að ég er ekki mikið fyrir að horfa yfir öxlina á starfsmönnum mínum og leggja línurnar fyrir þá í minnstu smáatriðum. Ég vil vera leiðbeindandi og leitast við að vekja áhuga og eldmóð hjá fólkinu mínu. En með mér vinna bara svo frábærir og metnaðarfullir fagmenn að ekki þarf að stjórna þeim,“ segir hún.

Vinnan er ástríða Steingerðar og hún veit fátt betra en að fá splunkunýtt blað í hendur.

„Þegar fólk hringir í mig til að þakka fyrir einhverja grein sem hefur skipt sköpum fyrir það eða gefið því eitthvað verð ég alltaf jafnþakklát.“

Áttu einhver áhugamál fyrir utan vinnuna?

„Já, drottinn minn, ég er hræðilegur nörd. Ég hef mikið yndi af íslenskum blómum og hef lagt á mig mikið erfiði við að leita uppi sjaldgæf blóm og taka myndir af þeim. Tengsl jurtanna við þjóðsögur eru mér líka hugleikin og ég hef flutt fyrirlestra um það efni. Ég er líka fuglaskoðari og húki stundum gegnköld með Svövu systur minni við einhverja tjörn að bíða eftir sjaldgæfum flækingi. Mér finnst mjög gaman að elda og fá gesti í matarboð, ég les mikið og elska ljóð, leikhús og myndlist. Við hjónin njótum þess að ferðast og höfum þá ofboðslega gaman af að rýna í sögu áfangastaðanna. Já, og svo er ég sjúk í dýr. Missti reyndar hundinn minn nýlega og er að leggja drög að því að finna mér nýtt gæludýr. Heillaðist af geitum í heimsókn í Geitasetrið að Háafelli í sumar svo hver veit nema ég fái mér kiðling.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að fjalla um?

„Ég hef óskaplega gaman af að tengja saman málefni og koma að þeim frá mörgum hliðum. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að skrifa vangaveltur um ástina, vináttu, samskipti og fleira. Ég skrifaði til dæmis grein um Póstinn í Vikunni í afmælisblaðið og skemmti mér konunglega við að skoða sögulegt samhengi efnisþátta af þessu tagi, gömul bréf og sambærilega dálka í erlendum blöðum. Komst svo að þeirri niðurstöðu að þeir sem stóðu að baki hafi skilað ómetanlegu starfi því þeir gátu gefið góð ráð og upplýst fólk í raunverulegri þörf fyrir huggun og skilning.“

Þegar hún er spurð að því hvað einkenni góðan blaðamann nefnir hún að viðkomandi þurfi að vera forvitinn, umburðarlyndur, hlýr, hafa skilning og bera virðingu fyrir viðmælandanum.

„Reynir Traustason sagði einhvern tíma í viðtali að maður yrði að halda með viðmælanda sínum meðan maður skrifaði um hann og þannig er það. Þú verður að bera virðingu fyrir sögu þess sem þú talar við og koma henni á framfæri eftir bestu getu.“

Oft er sagt að konur eigi styttri líftíma í fjölmiðlaheiminum og leiti á önnur mið. Hvers vegna heldur þú að það sé þannig?

„Ég held raunar að það sé að breytast. Konur voru í miklum minnihluta í blaðamannastétt lengi framan af en nú eru margar enn starfandi sem hafa verið lengi að, rétt eins og ég. Á prentmiðlum endast konur líka mun lengur, en úti í heimi var það mjög algengt að konur væru látnar fara úr sjónvarpi þegar þær náðu tilteknum aldri. Mér finnst það alls ekki þannig í dag og konur á borð við Diane Sawyer, Christiane Amanpour og Oprah Winfrey leiða þá byltingu.“

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í gær „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í gær Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í gær Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í gær „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »