Fólk er miklu opnara í dag

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Vikunnar.
Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Vikunnar.

Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar, fagnar 80 ára afmæli tímaritsins með 80 síðna afmælisblaði sem kemur út í dag. Þeir sem þekkja Steingerði vita að hún er hamhleypa til verka og á tímabili lagði hún alltaf kapal í tölvunni sinni þegar hún var búin með verkefni vikunnar löngu á undan öllum öðrum.

„Síðastliðin fimm ár hef ég verið ritstjóri Vikunnar en ég byrjaði í blaðamennsku á Þjóðviljanum árið 1989 svo ferillinn er orðinn ansi langur. Ég skrifaði fyrst fyrir Vikuna árið 1994 en var þá lausapenni. Sigríður Arnardóttir hafði samband við mig árið 1998 og bauð mér vinnu en hún var þá ritstjóri blaðsins og ég starfaði á Vikunni til ársins 2006 en tók þá að mér ritstjórn tímaritsins hann/hún. Ég var svo blaðamaður á Gestgjafanum þegar mér bauðst að taka við ritstjórn árið 2013 og hef verið hér síðan,“ segir Steingerður, spurð um ferilinn.

Hvernig hefur fjölmiðlaheimurinn þróast á þessum árum?

„Ja, ef ég á að taka frá byrjun ferilsins þá hefur margt breyst gífurlega. Fyrstu greinarnar mínar skrifaði ég á ritvél og skilaði inn en mjög fljótlega komu tölvurnar. Ég man líka þegar allar myndir voru teknar á filmu og blaðamaður lá með lúpu á ljósaborði að velja úr tökunni. Við fórum einnig alltaf út í bæ til að taka viðtöl og stundum hitti maður viðmælandann oftar en einu sinni. Nú er margt unnið beint í gegnum tölvuna eða síma og minna um að þessi nánu persónulegu tengsl myndist milli blaðamanns og viðmælanda.“

Steingerður segir að fólk hafi líka breyst og í dag sé fólk miklu opnara og miklu meira til í viðtöl en áður.

„Stærsta breytingin á starfi blaðamannsins er áreiðanlega sú hversu miklu opnara fólk er orðið og tilbúnara að koma í viðtöl. Þegar ég byrjaði þurfti stundum að ganga mikið á eftir fólki til að fá það í viðtal og margir lögðu blátt bann við að þeir væru spurðir persónulegra spurninga. Nú hafa menn og konur hins vegar samband við okkur og vilja koma sögu sinni á framfæri. Margvísleg mál voru sveipuð mikilli þögn, m.a. ofbeldi, samkynhneigð, margir sjúkdómar og sjálfsvíg. Önnur voru óskaplega viðkvæm og erfitt að fá einhvern til að tala um þau.“

Hamhleypa til verka

Ég hef heyrt sögur af því að þú afkastir meira en venjulegt þykir og að þú hafir oft og tíðum eytt restinni af vinnudeginum í að leggja kapal því þú varst alltaf búin með öll verkefni löngu áður en allir hinir. Er þetta rétt?

„Já, ég hef alltaf verið mjög fljót að skrifa og átt auðvelt með að tjá mig á prenti. Ég var þess vegna iðulega búin með vikuleg verkefni mín fyrir skiladag og ef ég nennti ekki að byrja á einhverju eða var hugmyndasnauð fannst mér gott að slaka á og leggja kapal í tölvunni. Það var ekki vel séð af yfirmönnum og ég fékk ávítur en allt jafnaði það sig nú. Ég játa það að enn í dag finnst mér þægilegt undirbúa næstu grein með því að fara í smástund í tölvuleik. Þá gerjast eitthvað í undirmeðvitundinni á meðan.“

Hvaða leik spilar þú?

„Pet Rescue.“

Hver er galdurinn við að halda alltaf sjó í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi?

„Að vera sveigjanlegur og hafa gaman af fólki. Ég er illa haldin af atvinnusjúkdómnum forvitni og hef einfaldlega áhuga á fólki. Mér finnst alltaf jafnspennandi og forvitnilegt að kynnast því hverjar eru helstu ástríður og áhugamál manna, hvernig þeir takast á við vandamál og hvernig þeir sjá lífið. Mér finnst maður geta svo mikið lært af þessu og hef ekki tölu á hve oft ég hef hitt frábærar manneskjur sem hafa veitt mér innblástur og opnað mér nýja sýn á mín eigin viðbrögð og verkefni. Það er það besta,“ segir hún.

Þegar Steingerður er spurð að því hvernig stjórnandi hún sé á hún erfitt með að svara.

„Ég veit að minnsta kosti að ég er ekki mikið fyrir að horfa yfir öxlina á starfsmönnum mínum og leggja línurnar fyrir þá í minnstu smáatriðum. Ég vil vera leiðbeindandi og leitast við að vekja áhuga og eldmóð hjá fólkinu mínu. En með mér vinna bara svo frábærir og metnaðarfullir fagmenn að ekki þarf að stjórna þeim,“ segir hún.

Vinnan er ástríða Steingerðar og hún veit fátt betra en að fá splunkunýtt blað í hendur.

„Þegar fólk hringir í mig til að þakka fyrir einhverja grein sem hefur skipt sköpum fyrir það eða gefið því eitthvað verð ég alltaf jafnþakklát.“

Áttu einhver áhugamál fyrir utan vinnuna?

„Já, drottinn minn, ég er hræðilegur nörd. Ég hef mikið yndi af íslenskum blómum og hef lagt á mig mikið erfiði við að leita uppi sjaldgæf blóm og taka myndir af þeim. Tengsl jurtanna við þjóðsögur eru mér líka hugleikin og ég hef flutt fyrirlestra um það efni. Ég er líka fuglaskoðari og húki stundum gegnköld með Svövu systur minni við einhverja tjörn að bíða eftir sjaldgæfum flækingi. Mér finnst mjög gaman að elda og fá gesti í matarboð, ég les mikið og elska ljóð, leikhús og myndlist. Við hjónin njótum þess að ferðast og höfum þá ofboðslega gaman af að rýna í sögu áfangastaðanna. Já, og svo er ég sjúk í dýr. Missti reyndar hundinn minn nýlega og er að leggja drög að því að finna mér nýtt gæludýr. Heillaðist af geitum í heimsókn í Geitasetrið að Háafelli í sumar svo hver veit nema ég fái mér kiðling.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að fjalla um?

„Ég hef óskaplega gaman af að tengja saman málefni og koma að þeim frá mörgum hliðum. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að skrifa vangaveltur um ástina, vináttu, samskipti og fleira. Ég skrifaði til dæmis grein um Póstinn í Vikunni í afmælisblaðið og skemmti mér konunglega við að skoða sögulegt samhengi efnisþátta af þessu tagi, gömul bréf og sambærilega dálka í erlendum blöðum. Komst svo að þeirri niðurstöðu að þeir sem stóðu að baki hafi skilað ómetanlegu starfi því þeir gátu gefið góð ráð og upplýst fólk í raunverulegri þörf fyrir huggun og skilning.“

Þegar hún er spurð að því hvað einkenni góðan blaðamann nefnir hún að viðkomandi þurfi að vera forvitinn, umburðarlyndur, hlýr, hafa skilning og bera virðingu fyrir viðmælandanum.

„Reynir Traustason sagði einhvern tíma í viðtali að maður yrði að halda með viðmælanda sínum meðan maður skrifaði um hann og þannig er það. Þú verður að bera virðingu fyrir sögu þess sem þú talar við og koma henni á framfæri eftir bestu getu.“

Oft er sagt að konur eigi styttri líftíma í fjölmiðlaheiminum og leiti á önnur mið. Hvers vegna heldur þú að það sé þannig?

„Ég held raunar að það sé að breytast. Konur voru í miklum minnihluta í blaðamannastétt lengi framan af en nú eru margar enn starfandi sem hafa verið lengi að, rétt eins og ég. Á prentmiðlum endast konur líka mun lengur, en úti í heimi var það mjög algengt að konur væru látnar fara úr sjónvarpi þegar þær náðu tilteknum aldri. Mér finnst það alls ekki þannig í dag og konur á borð við Diane Sawyer, Christiane Amanpour og Oprah Winfrey leiða þá byltingu.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

05:00 Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í gær Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í gær „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í gær Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

í gær Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

í fyrradag Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »