Bónorðið trompar allt annað

Stefan Octavian Gheorghe er búinn að eiga viburðaríkt ár.
Stefan Octavian Gheorghe er búinn að eiga viburðaríkt ár.

Stef­an Octa­vi­an Gheorg­he, oft titlaður sem fyrsta ís­lenska klám­mynda­stjarn­an, lítur til baka á árið 2018 með gleði í hjarta enda var þetta árið sem hann bað kærasta sinn um að giftast sér. 

Hápunktur ársins?

„Þegar ég bað unnustan minn um að giftast mér.“ 

Lágpunktur ársins ársins?

„Þegar brotist var inn til mín.“

Skrýtnasta augnablikið árið 2018?

„Þegar ég spurði konu hve langt hún væti komin á leið og komst svo af því að hún væri ekki ólétt.“

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

„Ég verð að vinna en mun opna eina kampavínsflösku strax eftir vinnu.“

Áramótaheit fyrir árið 2019?

„Vera skipulagðari og hætta að reykja.“

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað 2019 en þú varst 2018?

„Hitta vini og fjölskyldu.“

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?“

„Kjúklingabringa, sætar kartöflur og steikt grænmeti.“

Besta bók ársins?

„Les ekki svo það er visir.is og mbl.is.“

Besta kvikmynd ársins?

„Lof mér að falla.“

Bestu þættir ársins?

„Bodyguard á Netflix.“ 

Besta lag ársins?

„Hata að hafa þig ekki hér með Friðriki Dór.“

Devin Dickinson og Stefan Octavian Gheroghe.
Devin Dickinson og Stefan Octavian Gheroghe.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál