Skúli og Gríma á Feneyjatvíæringnum

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur af Íslendingum er nú staddur á Feneyjatvíæringnum sem haldinn er í Feneyjum á Ítalíu. Þar á meðal eru Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri Wow air og Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður og kærasta hans. Þar voru líka Sigurbjörn Þorkelsson og Heiða Magnúsdóttir sem reka meðal annars Ásmundarsal og Fossa. Hjalti Karlsson sem er afar þekktur grafískur hönnuður og býr í New York, Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari og Herdís Anna Jónasdóttir óperusöngkona sem fór með hlutverk Violettu í La Traviata hjá Íslensku óperunni. 

Feneyjatvíæringurinn er langvirtasti listviðburður heims. Í ár er það Hrafnhildur Arnardóttir listamaður sem gengur undir nafninu Shoplifter sem sýnir fyrir Íslands hönd. Hún er með innsetningu þar sem litríkt gervihár er í aðalhlutverki. Hrafnhildur hefur á sínum ferli unnið mikið með mannshár og notað það í listaverk sín. 

Það var mikið rokk og ról í opnunarpartýi íslenska skálans en þar sá hljómsveitin HAM til þess að engum leiddist. Hljómsveitina HAM skipa Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sigurjón Kjartansson leikstjóri og grínari og Sigurður Björn Blöndal fyrrverandi borgarfulltrúi Besta flokksins, Flosi Þorgeirsson gítarleikari og Arnar Geir Ómarsson trommuleikari.  

 Hjalti Karlsson grafískur hönnuður lét fara vel um sig í Feneyjum. 

View this post on Instagram

I've decided to move to Venice! #karlssonwilker plus #shoplifter #venicebiennale2019

A post shared by Hjalti Karlsson (@hjaltikarlsson) on May 9, 2019 at 5:25pm PDT

 Herdís Anna Jónasdóttir óperusöngkona er stödd í Feneyjum. 

View this post on Instagram

A post shared by Herdís Jónasdóttir (@herdisanna) on May 10, 2019 at 4:08am PDT

 Hér má sjá mynd af innsetningu Hrafnhildar Arnardóttur. 

View this post on Instagram

#chromosapiens #HrafnhildurArnardóttir #biennalearte2019 #venicebiennale2019 #icelandpavilion

A post shared by Cormac Walsh (@cormacinsta) on May 10, 2019 at 2:28am PDT

Hér eru Heiða Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson á opnun sýningar …
Hér eru Heiða Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson á opnun sýningar í Ásmundarsal. Með þeim á myndinni eru Erla Sveinsdóttir, Björn Borg og Samúel Jóhannsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál