46 ára og flottari með hverju árinu

Sofia Vergara verður bara betri með hverju árinu.
Sofia Vergara verður bara betri með hverju árinu. skjáskot/Instagram

Leikkonan Sofia Vergara sýnir það og sannar á nýrri mynd á Instagram að hún er eins og gott rauðvín, verður bara betri með hverju árinu. 

Modern Family-stjarnan birti mynd af sér á dögunum á sundfötunum á bát á miðjarðarhafinu en þau hjónin, Vergara og Joe Manganiello, eru stödd á Ítalíu um þessar mundir. Hún hefur verið dugleg að birta myndir úr fríinu af fegurð Ítalíu, Manganiello og sjálfri sér. 

View this post on Instagram

When in Italy... @dolcegabbana !!!! 🐆🐆🐆❤️❤️

A post shared by Sofia Vergara (@sofiavergara) on Jul 5, 2019 at 10:01am PDT

mbl.is