Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

Sum­arið er tím­inn til að finna ást­ina og þá er ágætt að vita hverj­ir eru áhuga­verðustu ein­hleypu konur Íslands. Eins og sést á list­an­um eru margir kvenskörungar í lausagangi. 

Lilja Pálmadóttir hestakona

Það hefur alltaf gustað af Lilju en fyrst fór hún í listnám en svo tók hestamennskan yfir og líður Lilju hvergi betur en í Skagafirðinum þar sem hún býr að hluta til. Lilja er var gift Baltasar Kormáki leikara og leikstjóra en leiðir þeirra skildu síðasta vetur. 

Athafnakonan Lilja Pálmadóttir verður næstum unglegri með árunum en hér ...
Athafnakonan Lilja Pálmadóttir verður næstum unglegri með árunum en hér er hún með 15 ára millibili, árið 2000 og nú í ár. Lilja er þekkt fyrir að vera mikill náttúruunnandi og dvalið í slakandi og eflaust yngjandi umhverfi Skagafjarðar. Í viðtali við Nýtt líf fyrir nokkrum árum sagðist hún vera sérvitur bóndi í Skagafirði.

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður

Fréttamaðurinn María Sigrún er á lausu eftir að hún skildi við eiginmann sinn. María Sigrún hefur óbilandi áhuga á kökuskreytingum og kann að lifa lífinu. Hún hefur góðan húmor og er alltaf til í að gera eitthvað skemmtileg. 

María Sigrún Hilmardóttir.
María Sigrún Hilmardóttir. Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari og hjúkrunarfræðingur 

Berglind rekur vefinn Gulur, rauður, grænn og salt en þar er að finna dýrindis uppskriftir af öllu því sem máli skiptir þegar kemur að eldamennsku. Nýlega hætti Berglind í fastri vinnu sem hjúkrunarfræðingur til að geta látið drauma sína rætast, gera vefinn stærri og svo heldur hún líka skemmtilega fyrirlestra. 

Berglind Guðmundsdóttir.
Berglind Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steiney Skúladóttir leikkona 

Steiney er ein fyndnasta kona landsins. Steiney sló í gegn í Hraðfréttum og með rappsveitinni Reykjavíkurdætrum en nú er hún byrjuð með nýjan hlaðvarpsþátt, Einhleyp, einmana og eirðarlaus. 

Steiney Skúladóttir.
Steiney Skúladóttir. Ljósmynd/Móa Hjartardóttir

Helga Árnadóttir athafnakona 

Helga er einstök smekkkona og harðdugleg. Hún er alin upp í verslun en fjölskylda hennar rak verslunina Sonju í gamla daga sem síðar varð að Vero Moda veldinu sem rekur fjölmargar verslanir eins Jack and Jones, Selcted og Vila eða þangað til hún seldi hlutinn sinn í fyrirtækinu. Hún elskar ferðalög og útivist. 

Helga Árnadóttir.
Helga Árnadóttir. Ljósmynd/Facebook

Guðrún Sóley Gestsdóttir sjónvarpsmaður

Guðrún Sóley starfar á RÚV en um síðustu jól gaf hún út sína fyrstu matreiðslubók þar sem hún kenndi fólki að búa til dýrindis grænmetisrétti. Guðrún Sóley er vegan og mikil útivistarmanneskja. 

Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Guðrún Sóley Gestsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður

Dóra Júlía er mögulega bleikasti plötusnúður í heimi. Hún gengur um með litla bleika Prada tösku og gjarnan má sjá hana með bleik sólgleraugu. En fyrir utan það að elska bleikan lit þá er hún mjög góð í því sem hún gerir enda er henni flogið heimshorna á milli til að spila fyrir hina ríku og frægu eins og til dæmis Richard Branson. 

Dóra Júlía Agnarsdóttir.
Dóra Júlía Agnarsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona 

Sigríður Elva er engri lík. Hún hefur brennandi áhuga á bílum og flugvélum og drekkur helst aldrei neitt annað en svart gos. Hún er búin að vera á lausu síðan upp úr sambandi hennar og Teits Þorkelssonar slitnaði en þau voru búin að vera saman í meira en áratug. 

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir.
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur

Megaskvísan Sunneva Eir er á lausu en hún er einn heitasti áhrifavaldur dagsins í dag. Hún er í fantaformi og leggur mikið upp úr hreyfingu og heilsusamlegum lífsstíl. Allt sem Sunneva gerir vilja hinir gera líka. 

Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir.

Auður Jónsdóttir rithöfundur

Auður er á lausu en hún skildi í fyrra við eiginmann sinn. Auður er einn besti rithöfundur landsins en hún hlaut mikið lof fyrir bækur sínar Ósjálfrátt, Stóra skjálfta og Fólkið í kjallaranum svo einhverjar séu nefndar. Hún skrifar áhugaverða pistla í Kjarnan á milli þess sem hún situr við skriftir en aðdáendur hennar vona að hún sendi frá sér nýja skáldsögu fyrir næstu jól. 

Auður Jónsdóttir rithöfundur.
Auður Jónsdóttir rithöfundur. mbl.is/Arnþór

Berglind „Festival“ Pétursdóttir sjónvarpsstjarna

Sjónvarpsstjarnan Berglind Festival er á lausu og er mikill fengur enda ein skemmtilegasta kona landsins. Berglind er konan sem fær fólk til þess að horfa á línulega dagskrá á RÚV á föstudagskvöldum og ekki skemmir fyrir að hún er með B.A. gráðu í dansi. 

Berglind Pétursdóttir.
Berglind Pétursdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Elur upp knattspyrnustjörnur í fremstu röð

Í gær, 20:41 Ragnhildur Sveinsdóttir er fótboltamamma sem kennir börnum sínum að gefast ekki upp. Hún er búsett í Madríd þar sem synir hennar æfa með spænska stórveldinu Real Madrid. Meira »

Taktu Marie Kondo á snyrtivörurnar

Í gær, 19:41 Það getur verið flókið að fara að sofa ef maður ætlar að hugsa vel um húðina. Hreinsir, serum, krem og tóner fylla hillurnar. Hvernig væri að taka Marie Kondo á snyrtivörurnar og spyrja sig, vekja þessar vörur gleði hjá þér? Meira »

Einstakur stíll Tinu Kunakey

Í gær, 18:30 Fyrirsætan Tina Kunakey er með flottan fatastíl þar sem hún blandar saman vönduðum efnum og ólíkum stílum.  Meira »

Bestu kynlífsráð karlmanna

Í gær, 14:25 Mjaðmahringir í stað þess að hreyfa sig inn og út er eitthvað sem gerir kynlífið betra ef farið er eftir ráðum venjulegra karlmanna sem kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox hefur talað við. Meira »

Anna Eiríks kennir æfingar Jennifer Lopez

Í gær, 11:00 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, kennir á splunkunýju námskeiði í haust sem byggt er á æfingakerfi Jennifer Lopez. Um er að ræða æfingar í heitum sal og getur fólk valið þrjú erfiðleikastig. Meira »

Lilja breytir um takt eftir þrotlausa vinnu

Í gær, 05:00 Lilja Ingvadóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, fór fram úr sjálfri sér í fyrra þegar hún keppti á tveimur fitness-mótum á níu mánuðum. Að hennar sögn er það allt of mikið og vont að ná ekki almennilegri hvíld inni á milli. Meira »

„Góð nema hún finni til svengdar“

Í gær, 05:00 Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur alltaf verið mjög meðvituð um heilbrigðan lífsstíl og hreyfingu. Hún keppir ekki í járnkarlinum ennþá, þó hún æfi mörgum sinnum í viku. Meira »

Svona heldur Crawford rassinum flottum

í fyrradag Cindy Crawford er í frábæru formi 53 ára gömul. Hún er dugleg að fara í ræktina og þá fá rass- og lærvöðvarnir að finna fyrir því. Meira »

Tæp 35 kíló farin á nokkrum mánuðum

í fyrradag Spéfuglinn Stephen Fry var yfir 130 kíló í apríl en hefur nú grennst um tæp 35 kíló. Lykillinn er göngutúrar, hljóðbækur, hlaðvörp og jú, rétt mataræði. Meira »

10 ketó-heilræði Jennu Jameson

í fyrradag Ketó-drottningin Jenna Jameson veit hvað hún syngur þegar kemur að ketó-mataræðinu, enda hefur hún lést um 36 kíló á mataræðinu. Hér eru hennar bestu ráð. Meira »

Gyða Dís er í betra formi 54 ára en tvítug

í fyrradag Gyða Dís Þórarinsdóttir, jógakennari í Shree Yoga, breytti algerlega um stefnu fyrir 16 árum eftir að hafa lifað á súkkulaði og gosi til að komast í gegnum erfið tímabil. Meira »

Súpan sem hafin er yfir alla fegurðarstaðla

í fyrradag „Við höfum staðið vaktina í allnokkur ár núna og þetta hefur fest sig rækilega í sessi, hvort sem er meðal gesta eða hjá okkur sem vinnum að þessu,” segir Gísli T. Gíslason, markaðsstjóri Nettó um hina geysivinsælu Diskósúpu sem árlega er á boðstólnum í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Meira »

Ásdís Hjálms: Þorir þú að lifa betra lífi?

í fyrradag Þægindahringurinn er til þess gerður að við lifum af. Þú lifðir af gærdaginn svo ef þú gerir eins og í gær þá er mjög líklegt að þú komir til með að lifa af daginn í dag líka. Þægindahringnum er alveg sama um framtíðina, hann vill bara að þú lifir af í dag. Meira »

Var 10 kílóum þyngri og fór að hlaupa

23.8. Erlendur Steinn Guðnason er tölvunarfræðingur og fjögurra barna faðir í Vesturbænum. Hann er á leið í sitt fimmta maraþon í Berlín í haust og verður hraðastjóri í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Meira »

Barnalæknirinn býr vel í vesturbænum

23.8. Guðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir hefur sett sína huggulegu íbúð við Grenimel í Reykjavík á sölu.   Meira »

IKEA-ferðin breytti framtíðarplönunum

23.8. Auður Helga Guðmundsdóttir var ekki á þeim buxunum að breyta til í lífi sínu þegar hún hitti fyrrverandi vinnuveitanda sinn og lífið tók óvænta stefnu. Meira »

Þorbjörg: Ofþyngdin er alheimsvandamál

23.8. „Allar eldumst við og verðum eldri með hverjum deginum sem líður. Að eldast vel og fallega þarf ekki að vera nein barátta. Hins vegar getur það verið meira eða minna erfið áskorun að takast á við afleiðingar af lífsstíl þar sem ellikerling hefur keyrt á framúrbrautinni í mörg ár. Of margar konur upplifa sig ekki sem hraustar, orkumiklar og glaðar en burðast með streitueinkenni, svefntruflanir og þreytu, verki og bólgur, skaddaða húð og djúpar hrukkur.“ Meira »

Farðinn sem þú finnur ekki fyrir

23.8. Einn umtalaðasti farði haustsins er loksins kominn til Íslands. Í boði eru 50 litatónar og hyljari í sömu línu kemur í 25 litatónum. Meira »

Þetta heldur áfram að vera í tísku á heimilinu

23.8. Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort húsgögnin sem þig langar í verði dottin úr tísku á morgun er gott að fara yfir hvað sérfræðingar segja um málið. Meira »

Skipuleggðu þig fyrir kynlíf

22.8. Hugsar þú um innkaupalistann eða skipuleggur helgarþrifin í höfðinu á meðan þú stundar kynlíf? Hér er einfalt ráð til þess að hætta því og vera algerlega til staðar á meðan þú stundar kynlíf. Meira »

Thelma Ásdísardóttir léttist um 74 kíló

22.8. Thelma Ásdísardóttir, baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi, er nær óþekkjanleg á forsíðu Vikunnar en þar talar hún opinskátt um hvernig hún fór að því að léttast um 74 kíló. Meira »