Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

Sum­arið er tím­inn til að finna ást­ina og þá er ágætt að vita hverj­ir eru áhuga­verðustu ein­hleypu konur Íslands. Eins og sést á list­an­um eru margir kvenskörungar í lausagangi. 

Lilja Pálmadóttir hestakona

Það hefur alltaf gustað af Lilju en fyrst fór hún í listnám en svo tók hestamennskan yfir og líður Lilju hvergi betur en í Skagafirðinum þar sem hún býr að hluta til. Lilja er var gift Baltasar Kormáki leikara og leikstjóra en leiðir þeirra skildu síðasta vetur. 

Athafnakonan Lilja Pálmadóttir verður næstum unglegri með árunum en hér …
Athafnakonan Lilja Pálmadóttir verður næstum unglegri með árunum en hér er hún með 15 ára millibili, árið 2000 og nú í ár. Lilja er þekkt fyrir að vera mikill náttúruunnandi og dvalið í slakandi og eflaust yngjandi umhverfi Skagafjarðar. Í viðtali við Nýtt líf fyrir nokkrum árum sagðist hún vera sérvitur bóndi í Skagafirði.

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður

Fréttamaðurinn María Sigrún er á lausu eftir að hún skildi við eiginmann sinn. María Sigrún hefur óbilandi áhuga á kökuskreytingum og kann að lifa lífinu. Hún hefur góðan húmor og er alltaf til í að gera eitthvað skemmtileg. 

María Sigrún Hilmardóttir.
María Sigrún Hilmardóttir. Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari og hjúkrunarfræðingur 

Berglind rekur vefinn Gulur, rauður, grænn og salt en þar er að finna dýrindis uppskriftir af öllu því sem máli skiptir þegar kemur að eldamennsku. Nýlega hætti Berglind í fastri vinnu sem hjúkrunarfræðingur til að geta látið drauma sína rætast, gera vefinn stærri og svo heldur hún líka skemmtilega fyrirlestra. 

Berglind Guðmundsdóttir.
Berglind Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steiney Skúladóttir leikkona 

Steiney er ein fyndnasta kona landsins. Steiney sló í gegn í Hraðfréttum og með rappsveitinni Reykjavíkurdætrum en nú er hún byrjuð með nýjan hlaðvarpsþátt, Einhleyp, einmana og eirðarlaus. 

Steiney Skúladóttir.
Steiney Skúladóttir. Ljósmynd/Móa Hjartardóttir

Helga Árnadóttir athafnakona 

Helga er einstök smekkkona og harðdugleg. Hún er alin upp í verslun en fjölskylda hennar rak verslunina Sonju í gamla daga sem síðar varð að Vero Moda veldinu sem rekur fjölmargar verslanir eins Jack and Jones, Selcted og Vila eða þangað til hún seldi hlutinn sinn í fyrirtækinu. Hún elskar ferðalög og útivist. 

Helga Árnadóttir.
Helga Árnadóttir. Ljósmynd/Facebook

Guðrún Sóley Gestsdóttir sjónvarpsmaður

Guðrún Sóley starfar á RÚV en um síðustu jól gaf hún út sína fyrstu matreiðslubók þar sem hún kenndi fólki að búa til dýrindis grænmetisrétti. Guðrún Sóley er vegan og mikil útivistarmanneskja. 

Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Guðrún Sóley Gestsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður

Dóra Júlía er mögulega bleikasti plötusnúður í heimi. Hún gengur um með litla bleika Prada tösku og gjarnan má sjá hana með bleik sólgleraugu. En fyrir utan það að elska bleikan lit þá er hún mjög góð í því sem hún gerir enda er henni flogið heimshorna á milli til að spila fyrir hina ríku og frægu eins og til dæmis Richard Branson. 

Dóra Júlía Agnarsdóttir.
Dóra Júlía Agnarsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona 

Sigríður Elva er engri lík. Hún hefur brennandi áhuga á bílum og flugvélum og drekkur helst aldrei neitt annað en svart gos. Hún er búin að vera á lausu síðan upp úr sambandi hennar og Teits Þorkelssonar slitnaði en þau voru búin að vera saman í meira en áratug. 

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir.
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur

Megaskvísan Sunneva Eir er á lausu en hún er einn heitasti áhrifavaldur dagsins í dag. Hún er í fantaformi og leggur mikið upp úr hreyfingu og heilsusamlegum lífsstíl. Allt sem Sunneva gerir vilja hinir gera líka. 

Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir.

Auður Jónsdóttir rithöfundur

Auður er á lausu en hún skildi í fyrra við eiginmann sinn. Auður er einn besti rithöfundur landsins en hún hlaut mikið lof fyrir bækur sínar Ósjálfrátt, Stóra skjálfta og Fólkið í kjallaranum svo einhverjar séu nefndar. Hún skrifar áhugaverða pistla í Kjarnan á milli þess sem hún situr við skriftir en aðdáendur hennar vona að hún sendi frá sér nýja skáldsögu fyrir næstu jól. 

Auður Jónsdóttir rithöfundur.
Auður Jónsdóttir rithöfundur. mbl.is/Arnþór

Berglind „Festival“ Pétursdóttir sjónvarpsstjarna

Sjónvarpsstjarnan Berglind Festival er á lausu og er mikill fengur enda ein skemmtilegasta kona landsins. Berglind er konan sem fær fólk til þess að horfa á línulega dagskrá á RÚV á föstudagskvöldum og ekki skemmir fyrir að hún er með B.A. gráðu í dansi. 

Berglind Pétursdóttir.
Berglind Pétursdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is