Tilkynntu um kynið í brúðkaupinu

Salka Sól og Arnar Freyr giftu sig í dag.
Salka Sól og Arnar Freyr giftu sig í dag. skjáskot/Instagram

Tónlistarfólkið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason gengu í það heilaga í Hvalfirði í dag. Þau nýttu tækifærið og tilkynntu að þau eiga von á stúlku. Salka og Arnar eiga von á sínu fyrsta barni saman, og geislaði Salka á brúðkaupsdaginn með óléttukúluna.

Hin ný giftu hjón dönsuðu út hlöðugólfið að athöfn lokinni. Salka var í sérsaumuðum kjól frá Brúðarkjólum Eyrúnar Birnu. 

Salka og Arnar eru bæði landsfrægir skemmtikraftar en hún heillar nú æskuna upp úr skónum í hlutverki Ronju Ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu. Hún er einnig í hljómsveitinni Amabadama. Arnar Frey ættu flestir að kannast við úr rappsveitinni Úlfur Úlfur en Arnar er einn af færustu röppurum landsins.

Tónlistarfólkið dansaði út hlöðugólfið að athöfn lokinni.
Tónlistarfólkið dansaði út hlöðugólfið að athöfn lokinni. skjáskot/Instagram
Salka Sól og Arnar eiga von á stúlku.
Salka Sól og Arnar eiga von á stúlku. skjáskot/Instagram
mbl.is