Forstjóri Play fagnaði í vínkjallara Bláa Lónsins

Arnar Már Magnússon forstjóri Play.
Arnar Már Magnússon forstjóri Play. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Fréttir gærdagsins voru án efa að nýtt íslensk flugfélag fengi nafið Play og kepptust íslenskir fjölmiðlar við að flytja fréttir af fyrirætlunum félagsins. 

Eftir vel heppnaða veggfóðrun í fjölmiðlum fóru lykilstjórnendur í Bláa Lónið og léku þar á allsoddi. Þeir fóru þó ekki í lónið sjálft heldur héldu þeir til í vínkjallara Bláa Lónsins sem er grafinn 9 metra ofan í jörðina og hefur vaktið heimsathygli. Þar voru Arnar Már Magnússon forstjóri Play, Bogi Guðmundsson lögfræðingur sem er framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Play og Sveinn Ingi Steinþórsson einn af stofnendum félagsins fremstir í flokki. 

Smartland hefur heimildir fyrir því að lykilstarfsmenn Play kunni svo sannarlega að skemmta sér. 

Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi …
Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi Guðmunds­son, Arn­ar Már Magnúson og Sveinn Ingi Steinþórs­son. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Vínkjallari Bláa Lónsins þykir mikið undur.
Vínkjallari Bláa Lónsins þykir mikið undur. Ljósmynd/Bláa lónið
mbl.is

Bloggað um fréttina