Alda Karen ætlar að velja góðmennsku

Árið 2019 var gott hjá Öldu Kareni.
Árið 2019 var gott hjá Öldu Kareni. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­les­ar­inn og ráðgjaf­inn Alda Kar­en Hjaltalín er afar ánægð með árið sem er að líða. Hún ætlar að fagna nýju ári í New York en hún komst ekki heim til Íslands til fjölskyldu sinnar yfir jól og áramót. 

Hápunktur ársins 2019?

„Klárlega samhyggðar upplifunin/æfingin á Life Masterclass í Laugardalshöllinni í janúar.“ 

Lágpunktur ársins 2019?

„Að komast ekki til Íslands yfir jólin og áramótin. Fyrsta skiptið sem ég er ekki með fjölskyldunni um jólin.“ 

Skrýtnasta augnablikið árið 2019?

„Vá, ég á svo mörg skrýtin augnablik 2019, eða bara alltaf. Það nýjasta var um daginn þegar ég var að versla í matvöruverslun í Brooklyn og labbaði á stelpu sem var með mér í Menntaskólanum á Akureyri. Af öllum stöðum í New York, að þá löbbuðum við hvor á aðra í verslun í Brooklyn. Ótrúlega fyndið og mjög skrýtið þegar það gerðist. Var alveg góða mínútu að átta mig.“ 

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

„Með gullfallegu vinkonum mínum í New York. Ætlum að horfa á kúluna detta á Times Square og fagna svo vel og innilega með milljón manns.“

Hvernig leggst nýtt ár í þig?

„Það verður erfitt að topppa 2019 en ég geri mitt besta. 2020 hljómar svo sjúklega vel að ég trúi ekki öðru en að það verði geggjað.“ 

Áramótaheit fyrir 2020?

„Velja góðmennsku í hverju einasta augnabliki og týna mér í að þjónusta annað fólk svo ég geti fundið sanna útgáfu af sjálfri mér aftur og aftur.“ 

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað árið 2020 en þú varst árið 2019?

„Held að ég sé eins og flestir aðrir þegar ég segi að ég ætla reyna að vera duglegri að hreyfa mig.“

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?

„Vegan kalkúnabringa með brúnni sósu og frönskum. Ó, mæ god.“ 

Besta bók ársins?

„Ohhh, svo margar. No Excuses eftir Brian Tracey, The Courage to be disliked eftir Ichiro Kishimi og Fumitake Koga og Sapiens eftir Yuval Noah Harrari.“ 

Besta kvikmynd ársins?

„Joker.“

Bestu þættir ársins?

„L Word: Generation Q.“

Besta lag ársins?

„Low Key eftir Broox.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál