Ásdís Rán gefur staðalbúnað ísdrottningar

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir virðist hafa verið að taka til hjá sér að undanförnu og auglýsir nú ýmsa muni gefins í Facebook-hópnum Gefins, allt gefins! Ásdís Rán hefur lengi verið þekkt undir nafninu ísdrottningin og má meðal annars finna eina flík gefins í hópnum sem er ekta Ásdís Rán. 

Allar almennilegar ísdrottningar þurfa að eiga hvíta úlpu. Ásdís auglýsti eina slíka gefins á mánudaginn. Úlpan er hvít vatteruð úlpa í stærðinni medium frá spænsku verslunarkeðjunni Zöru. 

Úlpan sem Ásdís Rán vill gefa er frá Zöru.
Úlpan sem Ásdís Rán vill gefa er frá Zöru. Skjáskot/Facebook

Ásdís Rán er ekki bara gefa af sér spjarirnar þar sem hún hefur líka verið að gefa húsgögn. Fyrir helgi auglýsti hún bæði skrifborð og skrifborðsstól gefins. Sagði Ásdís í lýsingu á hlutunum að þeir væru gamlir en ættu að líta vel út eftir djúphreinsun. 

Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál