Alexandra valdi fyrsta kjólinn sem hún mátaði

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Sigurðsson gengu í hjónaband í …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Sigurðsson gengu í hjónaband í fyrra. Skjáskot/Instagram

Alexandra Helga Ívarsdóttir er brúður vikunnar hja Galia Lahav. Alexandra Helga giftist knattspyrnumanninum Gylfa Sigurðssyni á Ítalíu síðasta sumar og var í brúðarkjól frá Galia Lahav. Alexandra Helga segir í viðtalinu að kjóllinn sem hún gifti sig í hafi verið sá fyrsti sem hún mátaði. 

Gylfi bað Alexöndru í fríi á Bahama sumarið 2018. Alexandra Helga segir í viðtalinu á vef Galia Lahav að þau hafi viljað gifta sig strax sumarið eftir. Vegna starfs Gylfa kom ekkert annað til greina en brúðkaup um miðjan júní. Hjónin fengu brúðkaupsskipuleggjandann Charlotte Elise til þess að hjálpa sér. 

„Eitt af því fyrsta sem ég gerði var að bóka tíma hjá Browns Brides í London í ágúst þar sem ég vissi að það gæti tekið marga mánuði að gera kjól,“ sagði Alexandra Helga í viðtalinu. 

„Lily Rose var fyrsti brúðarkjóllinn sem ég prófaði. Ég fór í tímann hjá Browns Brides í London með mynd af kjólnum í símanum mínum þar sem eitthvað við hann fangaði athygli mína. Þegar ég prófaði aðra stíla hugsaði ég alltaf til baka um kjólinn og elskaði hann meira í hvert skipti sem ég prófaði hann.“

Alexandra Helga lét breyta kjólnum eftir sínu höfði. Segist hún hafa bætt við blúndu og lögum á pils kjólsins. „Að lokum fékk ég fallegasta sérsniðna kjól sem ég hef nokkurn tímann séð.“

Alexandra Helga hitti yfirhönnuð Galia Lahav í september sama ár og segist hún hafa fengið tækifæri til að tala um smáatriðin við hönnuðinn. Gerði það upplifunina enn betri. 

View this post on Instagram

Daydreaming 🎠

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Jul 25, 2019 at 5:05am PDT

Gylfi og Alexandra Helga höfðu ekki komið að Como-vatni þegar þau fóru að skoða staðinn sem mögulegan brúðkaupsstað. Þegar Alexandra Helga fór þangað í september í fyrra og sá villuna Villa Balbiano kom ekkert annað til greina. Staðurinn var rómantískur, guðdómlega fallegur og fullkominn fyrir tveggja daga brúðkaup. 

Ett af því mikilvægasta við brúðkaupið fyrir hjónin var að hafa hundinn sinn með. Þau dönsuðu fyrsta dansinn við Perfect eftir Ed Sheeran og hætti hundurinn þeirra ekki að gelta fyrr en hann fékk að vera með í dansinum. 

View this post on Instagram

6 months married.. First dance memories 🖤 15.06.2019

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Dec 16, 2019 at 5:19am PST

 

mbl.is