Fræga fólkið sýnir sig í ræktinni

Rebel Wilson hreyfir sig mikið.
Rebel Wilson hreyfir sig mikið. Skjáskot/Instagram

Fræga fólkið hefur verið duglegt að taka á því í ræktinni og deila með aðdáendum sínum á Instagram.

Jennifer Lopez

Jennifer Lopez er fimmtíu ára og í feiknagóðu formi. Hún lætur ekki sitt eftir liggja í ræktinni. Hún drekkur hvorki kaffi né áfengi auk þess sem hún borðar próteinríkan mat. Það fyrsta sem hún gerir á morgnana er að stunda líkamsrækt og segir það vera erfiðara að koma líkamsræktinni fyrir þegar líða tekur á daginn.

View this post on Instagram

If it doesn’t challenge you, it doesn’t change you… #CamoFriday @niyamasol 🤍

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on May 15, 2020 at 4:43pm PDT

Victoria Beckham

Victoria Beckham leggur áherslu á hreint mataræði og mikla líkamsrækt. Hún segist í viðtali við Harpers Bazaar borða þrjú til fjögur avokadó á dag til þess að halda húðinni góðri auk annarrar trefjaríkrar fæðu. Þá byrjar hún hvern dag á því að drekka eplaedik. Beckham hleypur fimm kílómetra á dag og æfir svo í klukkutíma áður en hún fer til vinnu. Hún heldur mikið upp á líkamsræktarfrömuðinn Tracy Anderson. „Ég vakna snemma og fer í ræktina. Ég þarf að vera öguð og þetta er eini tíminn sem ég hef fyrir sjálfa mig,“ segir Beckham.

Khloe Kardashian 

Khloe Kardashian er alltaf í ræktinni og deilir sjálfsmyndum af sér með aðdáendum sínum. Hún var alltaf kölluð feita systirin og líkaði það illa. Hún fór svo að stunda líkamsrækt af miklu kappi 2012 í kjölfar erfiðs skilnaðar við Lamar Odom. Í fyrstu þótti henni viðsnúningurinn erfiður en brátt fór henni að þykja skemmtilegt að mæta í ræktina og reyna á sig. 

View this post on Instagram

✌🏽

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Mar 5, 2020 at 6:53am PST

Kate Hudson

Kate Hudson elskar að hreyfa sig og leggur áherslu á pílates til þess að styrkja sig. Hún æfir sirka þrisvar til fjórum sinnum í viku. Svo elskar hún einnig að dansa og reynir að dansa sem mest hvort um sé að ræða í ræktinni eða bara heima hjá sér. 

Rebel Wilson

Rebel Wilson ætlar sér að verða 75 kg í ár og er dugleg að hreyfa sig. Hún æfir sex daga vikunnar og leggur áherslu á bæði styrktarþjálfun og brennslu. Færri vita að Wilson er ekki aðeins frábær leikkona heldur er hún einnig með gráðu í lögfræði og mikil viðskiptakona.

Chrissy Teigen

Chrissy Teigen hefur afslappað viðhorf til líkamsræktar. Hún neitar að fara á kúra og borðar næringarríkan mat. Teigen er hópsál og henni finnst gaman að æfa með öðrum og fer reglulega í líkamsræktartíma. Henni finnst hvetjandi að sjá aðra leggja sig allan fram og fer ósjálfrátt að keppa við aðra í tímunum.

View this post on Instagram

Worked out for 5 mins today! Proud because according to math, 5 is more than 0

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) on May 4, 2020 at 8:53am PDT

mbl.is