Frægir sem greindust með Covid-19

Breski leikarinn Idris Elba ásamt eiginkonu sinni, Sabrina.
Breski leikarinn Idris Elba ásamt eiginkonu sinni, Sabrina. AFP

Ljóst er að kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit en fjölmargir frægir hafa smitast af veirunni en sem betur fer náð góðum bata. Hér eru nokkrir þeirra.

Idris Elba

Idris Elba fór í próf fyrir Covid-19-veirunni eftir að hafa umgengist einhvern sem var smitaður. Í mars tilkynnti hann svo umheiminum að hann hefði greinst með veiruna og væri farinn í sóttkví. Hann fann ekki fyrir einkennum og vildi vekja athygli á að hægt væri að smita þrátt fyrir að finna engin einkenni.


Placido Domingo

Spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sagði það vera siðferðislega skyldu sína að upplýsa heiminn um að hann hafi greinst með kórónuveiruna. „Ég hvet alla til þess að fara varlega og fylgja leiðbeiningum yfirvalda um fjarlægðir, handþvott og gera allt sem í valdi okkar stendur til að takmarka útbreiðslu veirunnar,“ sagði Domingo.

Spænski óperusöngvarinn Placido Domingo.
Spænski óperusöngvarinn Placido Domingo. AFP

Pink

Söngkonan Pink sagði í apríl að hún og eiginmaður hennar hefðu greinst með kórónuveiruna. „Við vorum búin að vera í einangrun og héldum því bara áfram. Fólk verður að átta sig á að veiran leggst á alla, ríka sem fátæka, unga sem aldna. Við verðum að tryggja að aðgengi allra að skimunum,“ sagði Pink.

Pink greindist með kórónuveiruna.
Pink greindist með kórónuveiruna. TOLGA AKMEN

Tom Hanks og Rita Wilson

Hanks og Wilson voru fyrstu stjörnurnar til þess að stíga fram og viðurkenna að hafa greinst með veiruna. Veiran á að hafa lagst verr á Wilson, hún hafi haft hærri hita en Hanks og missti algjörlega bragð- og lyktarskyn. Hanks fann aðeins fyrir minni háttar kvefeinkennum.

Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson smituðust í Ástralíu.
Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson smituðust í Ástralíu. AFP

Richard Quest

CNN-fréttamaðurinn Richard Quest greindi frá því að hann bæri veiruna. „Ég er afar þakklátur að ég hafi ekki jafnslæm einkenni og aðrir. Ég hef aðeins fengið slæman hósta,“ sagði Quest. Kórónuveiran hefur þó haft fleiri afleiðingar í för fyrir Quest en hann og unnusti hans þurftu að aflýsa brúðkaupi sínu sem átti að fara fram í London í sumar. 

Richard Quest.
Richard Quest. Reuters

Andrea Bocelli

Ítalski óperusöngvarinn veiktist í mars en jafnaði sig hratt. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn veirunni og gefa blóðvökva. 

Andrea Bocelli átti að troða upp á Íslandi í vor …
Andrea Bocelli átti að troða upp á Íslandi í vor en varð að fresta vegna veirunnar.

Karl Bretaprins

Karl Bretaprins veiktist af kórónuveirunni. Hann jafnaði sig þó skjótt en hefur haldið sig að mestu heima undanfarið ásamt konu sinni Kamillu sem veiktist ekki.

Karl Bretaprins sýndi væg einkenni veirunnar.
Karl Bretaprins sýndi væg einkenni veirunnar. AFP

Madonna

Í apríl greindi Madonna frá því að hún hefði greinst með mótefni gegn veirunni. Talið er líklegt að hún hafi veikst af veirunni á tónleikaferðalagi en á þeim tíma hélt hún að um venjulega flensu að ræða.

Madonna er búin að fá veiruna.
Madonna er búin að fá veiruna. AFP

Daniel Dae Kim

Lost-leikarinn Daniel Dae Kim veiktist af veirunni. Hann hvetur alla til þess að gefa blóðvökva og vonar að mótefnin í hans blóði geti hjálpað öðrum.


 

mbl.is