Berglind Festival er búin að finna ástina

Berglind og Valgeir eru komin í samband.
Berglind og Valgeir eru komin í samband. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, er búin að finna ástina. Berglind fann ástina í örmum tónlistarmannsins Valgeirs Skorra Vernharðssonar. Valgeir er trommari í hljómsveitinni Mammút.

Berglind hefur birt nokkrar myndir af þeim saman, en þau ferðuðust nýlega um Vestfirðina saman ásamt Kára, syni hennar. Í dag birti Berglind mynd af þeim saman og óskaði honum til hamingju með afmælið.

Berglind var á síðasta ári á lista Smartlands yfir eftirsóttustu einhleypu konur Íslands ásamt fleiri glæsilegum konum. 

Smartland óskar þeim Berglindi og Valgeiri innilega til hamingju með ráðahaginn og óskar þeim alls hins besta. 

View this post on Instagram

hann er svoooog sætur OG hann á afmæli í dag 💟 🎉

A post shared by ʙᴇʀɢʟɪɴᴅ ᴘᴇᴛᴜʀsᴅᴏᴛᴛɪʀ (@berglindfestival) on Jun 29, 2020 at 2:48am PDT


 

mbl.is