Margréti Gnarr fannst hún aldrei nógu horuð

Margrét Edda Gnarr er gestur Sölva Tryggvasonar.
Margrét Edda Gnarr er gestur Sölva Tryggvasonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margrét Gnarr er gestur Sölva Tryggvasonar í hans nýjasta hlaðvarpsþætti. Margrét hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn sem hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun:

„Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017 […] ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum […] þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segir mjög margar stelpur sem voru að keppa með henni hafa sömu sögu að segja. Þær séu komnar með áunnin meltingarvandamál og átraskanir:

„Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór […] og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.“

Hún var sem fyrr segir komin lengra en nokkur Íslendingur hefur náð í þessum geira þegar hún ákvað að hætta, vegna þess að hún var orðin óttaslegin um eigin heilsu:

„Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall […] hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.“

Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál