Ólafur Ólafsson og Ingibjörg með eina löglega keppnisvöllinn í Frakklandi

Ólafur Ólafsson er oft kenndur við Samskip.
Ólafur Ólafsson er oft kenndur við Samskip. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, gera það gott í Frakklandi ef marka má viðtal við Ingibjörgu í Eiðfaxa. Þau eiga búgarðinn Pur Chevel í Frakklandi en þar eru haldin merkileg hestamót og segir Ingibjörg að þetta sé eini löglegi keppnisvöllurinn í landinu. 

„Øder Arena er fyrsti og eini löglegi keppnisvöllurinn í Frakklandi og sem slíkur er hann gríðarlega mikilvægur. Það hefur verið erfitt að halda hér hestamannamót vegna þessa. Völlurinn þarf að vera af réttri stærð, vel byggður og með réttu undirlagi þannig að hægt se að halda world ranking-mót. Þetta breytir því miklu, nú er mögulegt að halda íþrótta- og gæðingamót í Frakklandi með nokkrum sóma. Við höfum lagt okkur fram um að fegra umhverfið þannig að gestir okkar sjái sér aukabónus í því að koma hingað og eyða helginni á fallegum stað. Það má einnig bæta við að Øder Arena er mjög vel staðsettur, nokkurn veginn í miðju íslenskrar hestamennsku í Frakklandi og ekki langt frá París. Frakkland er gríðarlega fallegt og fjölbreytt land en á sama tíma geysistórt og geta löng ferðalög á mótsstað dregið úr þátttöku. Með tilkomu Øder Arena vonumst við til að þar verði breyting á,“ segir Ingibjörg í viðtali við Eiðfaxa. 

Fram kemur í viðtalinu að þau hjónin leggi mikinn metnað í að kynna íslenska hestinn. 

„Þegar við hófum starfsemi hér út í Frakklandi ákváðum við að leggja af stað í 2ja-3ja ára markaðsverkefni sem snerist um að ýta undir kynningu á íslenska hestinum. Við einbeittum okkur annars vegar að hestaklúbbunum sem eru dreifðir um allt landið og hins vegar að öllum þeim miðlum sem snúast um hesta hér í Frakklandi. Við lánuðum að mig minnir 10 geðgóða reiðhesta, reiðtygi og hnakka í 1-3 mánuði til vel valdra hestamiðstöðva og aðstoðuðum þá við kennslu og annað sem þurfti. Það var sammerkt með öllum þessum miðstöðvum að íslenski hesturinn varð fljótt vinsælasti hesturinn á staðnum. Það má geta þess að upp úr þessu verkefni varð m.a. til nýr reiðskóli sem sérhæfði sig í íslenskum hestum og er sá aðili í dag með 20 íslenska hesta. Við settum okkur í samband við eitt stærsta hestablaðið í Frakklandi; Cheval Pratique, og buðum þeim í heimsókn og á bak að sjálfsögðu.  Við skipulögðum m.a. ferð með þeim til Íslands og buðum þeim í Laufskálarétt o.fl. Í kjölfarið helguðu þeir eitt tölublað íslenska hestinum og skrifuðu síðan fleiri greinar sem þeir dreifðu á nokkur tölublöð. Við áttum einnig gott samstarf við sjónvarpsstöðina Equidia sem sýnir eingöngu efni um hesta, hvaða kyni sem þeir tilheyra. Þeir komu til Íslands í okkar boði og gerðu nokkurs konar heimildarþátt um íslenska hestinn; tóku með sér þáverandi heimsmeistara í fimleikum á hestum; Nicolas Andréani, og skelltu honum á bak. Hann fékk svo að leika sér á baki upp um fjöll, firnindi og fjörur Íslands og ræða jafnóðum um upplifun sína. Þessi þáttur var svo sýndur á sjónvarpsstöðinni og fylgt á eftir með löngum viðræðuþætti um íslenska hestinn, land og þjóð. Ég held að þátturinn hafi svo verið endursýndur töluvert út allt árið,“ segir hún jafnframt. 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál