Alma Geirdal jarðsungin í dag

Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir.
Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir verður jarðsungin í dag klukkan 15.00 frá Hafnarfjarðarkirkju. Alma var ljósmyndari og uppistandari en líka baráttukona. Árið 2007 stofnaði hún Forma, samtök átröskunar, en sjálf barðist hún við átröskun og lotugræðgi. Þegar hún greindist með krabbamein í annað sinn í fyrra ákvað hún að deila baráttu sinni á facebooksíðunni Alma vs cancer. 

Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir barðist hetjulega við krabbamein.
Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir barðist hetjulega við krabbamein.

Vinir og ættingjar Ölmu minnast hennar í Morgunblaðinu í dag. Bróðir hennar, Jón Gunnar Geirdal, segir að hann hafi ekki verið sérlega ánægður þegar hann frétti fimm ára gamall að hann væri að fara að eignast enn eina systurina. 

„Sjötta september 1979 var fimm ára mér tilkynnt að ég væri að eignast enn eina systurina, nokkuð sem mér hugnaðist alls ekki og grátbað ég foreldra mína um bróður. Bænum mínum var ekki svarað og á þessum örlagaríka degi fékk ég það mikilvæga hlutverk að vera stóri bróðir þinn og ég átti eftir að taka það mjög alvarlega. Það veitti heldur ekki af því dásamlega þú lést svo sannarlega reyna á það hlutverk í gegnum þitt allt of stutta og stormasama lífshlaup,“ skrifar Jón Gunnar í Morgunblaðinu. 

HÉR er hægt að lesa minningargreinar í Morgunblaðinu í heild sinni en útförinni verður einnig streymt á mbl.is á slóðinni mbl.is/andlat 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál