Birgitta Líf komin með einkanúmer á Range Roverinn

Birgitta Líf Björnsdóttir er komin með einkanúmer á bíl föður …
Birgitta Líf Björnsdóttir er komin með einkanúmer á bíl föður síns. Ljósmynd/Instagram

World Class-erfinginn Birgitta Líf Björnsdóttir er mikill fagurkeri og velur það besta. Þeir sem fylgjast með Birgittu á samfélagsmiðlum hafa ef til vill tekið eftir því að hún keyrir um á einstaklega flottum Range Rover sem skartar rauðum leðursætum. 

Range Roverinn er 2014-árgerð og lengi vel var hann á hefðbundnum bílnúmerum. Nú er hún hins vegar komin með einkanúmerið BLB sem er í stíl við nýjasta símahulstur hennar, sem er einnig merkt upphafsstöfunum. 

Á vef Samgöngustofu kemur fram að Birgitta Líf er ekki skráður eigandi bílsins heldur faðir hennar, Björn Kristmann Leifsson eða Bjössi í World Class eins og hann er jafnan kallaður. Sjálfur keyrir hann um á sams konar bíl, bara splunkunýjum, með appelsínugulum skoðunarmiða.

mbl.is