Hætti að fara í sund vegna frægðarinnar

Selma Björnsdóttir.
Selma Björnsdóttir.

Selma Björnsdóttir leikstjóri, söngkona og viðburðastjóri hjá Siðmennt er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Selma er einstök manneskja sem ætlaði alltaf að verða lögfræðingur en svo tók listin yfir. Hún segir í viðtalinu við Snæbjörn að þetta hafi eiginlega allt gerst óvart. 

Hún segir frá því í viðtalinu þegar hún varð ógeðslega fræg en það gerðist 1999 þegar hún lenti í öðru sæti í Eurovison með lagið All out of luck. Skyndilega varð hún frægasta manneskja Íslands og fékk sendar jesúmyndir með málningarteipi heim til sín. Svo bönkuðu menn upp á heima hjá henni sem vildu láta hana ættleiða sig. Hún fann líka ískyggilega fyrir því hvað var starað á hana í sturtunni í sundlaugunum og á þessu tímabili hætti hún að fara í sund því hún var svo berskjölduð. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. mbl.is