Þessir fara einhleypir inn í nýja árið

Kolbeinn Tumi, Leifur Welding, Tómas og Ágúst Bent eru allir …
Kolbeinn Tumi, Leifur Welding, Tómas og Ágúst Bent eru allir á lausu. Samsett mynd

Líkt og á fasteignamarkaðnum hefur verið mikið að gera á stefnumótamarkaðnum. Þótt stefnumót á tímum farsóttarinnar fari ekki fram á veitingastöðum hefur verið mikið að gera. Það er líka mikil eftirspurn eftir einhleypum mönnum og konum. Þessir kostagripir eru á lausu um þessar mundir. 

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi, fréttastjóri á Vísi, er á lausu um þessar mundir. Hann var áður í sambandi með tónlistarkonunni Selmu Björnsdóttur en leiðir þeirra skildi seint á síðasta ári. Kolbeinn Tumi valhoppar því inn í vorið sem einhleypur maður.

Kolbeinn Tumi Daðason.
Kolbeinn Tumi Daðason. Skjáskot/Instagram

Leifur Welding

Hönnuðurinn Leifur Welding er mikill kostagripur að mati margra. Hann hefur einstakt auga fyrir innanhússhönnun þrátt fyrir að vera ekki lærður arkitekt. Leifur er hress og skemmtilegur maður sem kann að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. 

Leifur Welding.
Leifur Welding. mbl.is/Golli

Heiðar Logi Elíasson

Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson er á lausu. Hann var áður í sambandi með dansaranum Ástrós Traustadóttur en þau hættu saman á síðasta ári eftir tæpt ár í sambandi. Heiðar Logi hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum árin en síðustu misseri hefur hann unnið að því að taka íbúðir í gegn. 

Heiðar Logi Elíasson.
Heiðar Logi Elíasson. mbl.is/Golli

Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars er hvers manns hugljúfi og einhleypur um þessar mundir. Siggi er stórskemmtilegur maður, vinsæll spinningkennari og að mati margra skemmtilegasti bingóstjóri landsins. 

Sigurður Þorri Gunnarsson.
Sigurður Þorri Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingó veðurguð

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson er búinn að vera á lausu síðan síðastliðið sumar. Ingó er með mörg járn í eldinum um þessar mundir; er að flytja inn sótthreinsivörur og syngur í Grease-söngleiknum á milli þess sem hann semur hvern slagarann á fætur öðrum. 

Ingólfur Þórarinsson.
Ingólfur Þórarinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhann Garðar Ólafsson

Útvarpsmaðurinn og ljósmyndarinn Jóhann Garðar, yfirleitt kallaður Gassi, er einhleypur um þessar mundir. Gassi er heimsklassaljósmyndari og lífsspekúlant sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hann hefur mikinn húmor og lýsir upp tilveru fólks í kringum sig með glettni og skemmtilegheitum. 

Gassi Ólafsson.
Gassi Ólafsson. Skjáskot/Instagram

Ágúst Bent

Tónlistarmaðurinn og leikstjórinn Ágúst Bent er á lausu. Bent lét að sér kveða í tónlistarheiminum um margra ára skeið og var einn af hinum baneitruðu Rottweilerhundum. Núna fæst hann aðallega við leikstjórn sjónvarpsþátta. Hann er skemmtilegur, klár og með gott skopskyn.

Ágúst Bent.
Ágúst Bent.

Tómas Lemarquis

Leikarinn Tómas Lemarquis er á lausu. Tómas hefur leikið í nokkrum stórmyndum og er eftirsóttur leikari. Tómas er gáfaður og fyndinn maður sem hefur ferðast víða um heim. Hann vinnur nú að netflixseríunni Gone for Good. 

Tómas Lemarquis.
Tómas Lemarquis. CHARLY TRIBALLEAU

Atli Sigþórsson

Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé, er nýlega einhleypur. Atli er mikill húmoristi og skrifar gullfallega rapptexta. Svo státar hann af heillandi sviðsframkomu. 

Kött Grá Pjé.
Kött Grá Pjé. Ljósmynd/Aníta Björk Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál