Camilla ekki í afmæli Sólrúnar Diego

Camilla Rut var ekki í afmæli Sólrúnar Diego í gær.
Camilla Rut var ekki í afmæli Sólrúnar Diego í gær. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær með pompi og prakt. Vinkona hennar og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir skipulagði afmælisveislu fyrir hana í samstarfi við veitingastaðnum No Concept.

Athygli vakti að vinkona þeirra beggja, áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir, var ekki í afmæli Sólrúnar og setti ekki afmæliskveðju á Instagram síðu sína. Sólrún og Camilla voru lengi vel mjög góðar vinkonur og héldu út hlaðvarpsþætti. Í frétt á Hringbraut fyrir helgi voru þær tilgátur viðraðar að slest hafi upp á vinskapinn. 

Camilla Rut var stödd í öðru afmæli, hjá áhrifavaldinum og hlaðvarpsstjörnunni Tinnu Björk Kristinsdóttur. Tinna hélt upp á afmælið sitt í Keflavík og eyddi nóttinni á svítu á hinu margrómaða áhrifavaldahóteli, Hótel Keflavík.

Margt var keimlíkt með afmælishöldum beggja áhrifavalda í gær en báðar fóru þær til dæmis í spa-ið á Hótel Natura. 

Lína Birgitta hélt upp á afmælisdaginn með Sólrúnu vinkonu sinni.
Lína Birgitta hélt upp á afmælisdaginn með Sólrúnu vinkonu sinni. Skjáskot/Instagram
Camilla var stödd í afmæli hjá Tinnu.
Camilla var stödd í afmæli hjá Tinnu. Skjáskot/Instagram
mbl.is