Tobba hættir sem ritstjóri DV

Tobba Marinós hættir sem ritstjóri DV.
Tobba Marinós hættir sem ritstjóri DV.

Tobba Marinós hefur sagt sagt upp starfi sínu sem ritstjóri DV. Hún hættir til þess að geta sinnt fyrirtæki sínu en Smartland sagði frá því á dögunum að hún væri að opna Granólabar úti á Granda. 

Tobba og fjöl­skylda henn­ar hafa við góðan orðstír fram­leitt og selt syk­ur­laust granóla sem hef­ur feng­ist í mat­vöru­versl­un­um lands­ins. For­eldr­ar Tobbu munu koma að veit­ingastaðnum ásamt henni og syst­ur henn­ar. 

„Mat­seðil­inn verður sam­sett­ur af vin­sæl­ustu rétt­um fjöl­skyld­unn­ar svo sem snickers-granóla­stykkj­um, nicecream og hrist­ing­um. Ekk­ert viðbætt rugl og eng­ar auka­af­urðir. Fal­leg­ur mat­ur fyr­ir alla. Við mun­um aldrei selja neitt (nema mögu­lega kaffi) sem yngsta barnið í fjöl­skyld­unni má ekki borða,“ seg­ir Tobba í sam­tali við Smart­land. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál