Fleiri myndir af hundinum en Aniston

Justin Theroux með hundinn sinn Kuma í sundi.
Justin Theroux með hundinn sinn Kuma í sundi. mbl.is/Instagram

Leikarinn Justin Theroux virðist ekki sjá sólina fyrir hundinum sínum, Kuma, sem hann bjargaði í ágúst árið 2017. Kuma hefði ekki getað farið á betri stað því það er fátt sem gerist í lífi Theroux án þess að Kuma fái að vera með. 

Þeir sem búa nálægt Theroux í New York sjá þá félaga nær daglega í göngutúrum um hverfið. 

Theroux var kvæntur leikkonunni Jennifer Aniston og voru þau saman í sjö ár. Þau áttu fjóra hunda saman. Þau giftu sig 2015 og skildu snögglega í febrúar 2018. Þá skiptu þau hundum á milli sín og fylgdi Kuma leikaranum. 

Ef samfélagsmiðlar gefa einhverja mynd af tilfinningatengslum hans við sína nánustu má ætla að hundurinn Kuma hafi náð nær hjarta hans en nokkur kona hefur gert í gegnum árin. 

View this post on Instagram

A post shared by @justintheroux

View this post on Instagram

A post shared by @justintheroux

View this post on Instagram

A post shared by @justintherouxmbl.is