Svala fór til geðlæknis 27 ára og fékk lyf

„Ég byrja að vera með kvíða í menntaskóla. Ég er slæm í menntaskóla. Ég er veik af kvíða í menntaskóla, mjög veik,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem í næsta þætti af Með Loga lýsir því hvernig kvíði hamlaði henni og hvernig hún skammaðist sín fyrir það að fá kvíðaköst oft á dag, enda var þá, á tíunda áratug síðustu aldar, ekki mikil umræða um kvíða og andlega heilsu. 

„Það er svo ekki fyrr en ég er 27 ára að ég fer og leita mér hjálpar, fer til geðlæknis, fæ lyf og vinn í sjálfri mér,“ segir Svala. Meðfylgjandi er brot úr þættinum þar sem Svala ræðir þessi mál.

Þátturinn með Svölu kemur í Sjónvarp Símans Premium á morgun og er sýndur í opinni dagskrá þann sama dag kl. 20:00.

mbl.is