„Ég átti kvöldstund með Gwyneth Paltrow þarna einu sinni“

„Ég átti kvöldstund með Gwyneth Paltrow þarna einu sinni,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson við Loga Bergmann og bætir við hann hafi gefið henni viskí og náð í hamborgara handa henni og börnunum hennar tveimur. „Hún var næs, sko.“

Í nýjasta þættinum af Með Loga lýsir Jói tímanum þegar þeir félagarnar ákváðu að koma á fót lúxushóteli í Reykjavík sem margir frægir og ríkir dvöldu á. 

Hann segir að þetta hafi verið lærdómsríkt ferli en ekkert sem þeir hafi haft mikla þekkingu á.  

„Á endanum komum við því í hendurnar á þeim sem kunnu til verka,“ segir Jói sem nú einbeitir sér alfarið að veitingabransanum. 

Þátturinn er framleiddur af Skot Productions og kemur í fullri lengd í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn. Hann verður einnig sýndur í opinni dagskrá þá um kvöldið kl. 20:00.

mbl.is