Björgvin kvæntist fegurstu konu Noregs

Mona og Björgvin er sæl í Noregi.
Mona og Björgvin er sæl í Noregi. skjáskot/Instagram

Íslendingurinn Björgvin Þorsteinsson er búinn að kvænast ástinni sinni, hinni norsku Monu Grudt. Grudt er þekkt í Noregi og tilkynnti hún brúðkaup sitt í norska Séð og heyrt. Björgvin og Grudt ætluðu að gifta sig fyrr en þurftu að fresta áformum sínum vegna kórónuveirunnar. 

Fram kemur að brúðkaupið átti sér stað í janúar og var leynilegt. „Mona Grudt gat ekki beðið,“ stendur á forsíðu Séð og heyrt. Þau eru sögð hafa fangaði hjónabandi sínu með nokkrum brúðkaupum, fyrsta var með Elvis í Las Vegas. 

Grudt er eina norska konan sem hefur unnið titil­inn Miss Uni­verse en það var árið 1990. Hún er með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum, eigin rás á Youtube og tíður gestur í norskum fjölmiðlum. 

View this post on Instagram

A post shared by Mona Grudt (@mona_grudt)

mbl.is