Sunna og Gunnar Bragi létu pússa sig saman

Sunna Gunn­ars Marteins­dótt­ir og Gunnar Bragi Sveinsson.
Sunna Gunn­ars Marteins­dótt­ir og Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sunna Gunn­ars Marteins­dótt­ir og Gunn­ar Bragi Sveins­son alþingismaður eru orðin hjón. Sunna birti mynd af sér og nýbökuðum eiginmanni sínum á Instagram um helgina. 

„Hjónin“ stóð við mynd sem Sunna birti á Instagram. Á myndinni hélt Gunnar Bragi brosandi um eiginkonu sína. Þau voru með giftingarhringa og Sunna í hvítum fallegum brúðarkjól. 

Sunna og Gunn­ar Bragi hófu form­lega að vinna sam­an þegar hann réð hana sem aðstoðarmann sinn þegar hann var ut­an­rík­is­ráðherra árið 2013. Nokkr­um árum síðar voru þau far­in að búa sam­an. Smartland greindi frá trúlofun þeirra í maí. Gunn­ar Bragi er alþing­ismaður og sit­ur á þingi fyr­ir Miðflokk­inn. Hann sækist ekki eftir endurkjöri í kosningunum í haust. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju. 

mbl.is